16.10.2008 | 11:25
Eru þetta nýjar fréttir???
Ég bý í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en vinn í Reykjavík. Allan þann tíma sem ég hef búið hérna hefur þetta verið þekkt staðreynd. Það er sama hversu varlega ég fer, það er bíllinn á móti. Þarna skipta hraðatakmarkanir litlu máli. Sá sem sofnar við stýri er heldur ekki meðvitaður um hraðann hjá sér. Það má líkja akstrinum við rússneska rúllettu, slepp ég í dag eða ekki. Sveitarstjórnir á Suðurlandi hafa í mörg ár barist fyrir tvöföldun þjóðvegarins en ekki fengist í gegn. Mikilvægara hefur þótt að nota peninginn til að bora jarðgöng í öðrum kjördæmum. Kannski eru þingmenn okkar sunnlendinga svona linir eða að þeim er bara alveg sama. Eini peningurinn sem hefur fengist í verulegar samgöngubætur á Suðurlandi er í rörið hans Árna Johnsen (167-671). Núna er þetta stopp í ferlinu. Björgun mannslífa þarf að fara í umhverfismat.
Það er kominn tími til að láta verkin tala og hefja framkvæmdir.
Vara við Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.