17.10.2008 | 22:13
Þá þarf ekki að eyða í þessa vitleysu áfram
Loks erum við laus við þessa vitleysu. Nú þurfum við ekki að eyða milljónahundruðum á komandi árum til að halda úti mannskap í þessa öryggisnefnd. Það er líka spurning hvort við áttum eitthvað erindi þangað hvort sem er. Við eigum kannski að sætta okkur við það að við erum smáþjóð sem rambar á barmi gjaldþrots, þjóð sem kemur kannski til með að hætta sem fullvalda þjóð til að greiða upp skuldir útrásrar og mikilmennsku undanfarinna ára. Nú þegar er fjöldi manns um allan heim andsnúnir okkur, Íslendingar eru ekki lengur þeir auðfúsugestir sem þeir áður voru. Eina von okkar núna er að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bjargi okkur áður en einhver þjóð aumkar sig yfir okkur og kaupir okkur út. Þá er sjálfstæði okkar horfið. Vonandi að við getum haldið einn fullveldisdag í viðbót.
Hættum nú að eyða í einhverja útrásarvitleysu eða mikilmennskuóra og snúum okkur að því að laga ástandið hér innanlands.
Auðvitað vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.