Ábyrgð stjórnmálamanna

Það er engin spurning að stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þeir setja leikreglurnar sem við hin eigum að fara eftir. Ef leikreglurnar eru síðan svo lélegar þá er greinilegt að stjórnmálamennirnir voru ekki starfi sínu vaxnir.

Það er auðvelt að skella skuldinni á þá 30 - 50 einstaklinga sem keyptu allt sem hægt var að kaupa og léku sér þannig að Íslandi að þjóðin er núna gjaldþrota. Það voru hins vegar stjórnmálamennirnir sem settu reglurnar. Minn flokkur, Framsóknarflokkurinn, og Sjálfstæðisflokkurinn bera þar mesta ábyrgð. Þeir voru við stjórn. Samfylkingin ber einnig ábyrgð. Ef farið hefði verið að tillögu framsóknarmanna eftir síðustu kosningar þá hefði kannski farið öðruvísi. VG bera ábyrgð. Þeir hafa líka dansað í kringum gullkálfinn. Frjálslyndir bera ábyrgð á sama hátt.

Vissulega má segja að VG hafi varað við niðursveiflu. En það var bara niðursveifla. Ekki hrun bankanna. VG kepptust líka við að vera á móti og urðu þannig að flokknum sem hrópaði "Úlfur, úlfur"

Síðan eru það eftirlitsstofnanirnar. Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og allt þetta dót. Seðlabankinn virkaði svo sem sem elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn þar til kom að krísu.

Að mínu mati þá njóta engir þessara aðila trausts. Ég get því miður ekki treyst þeim þingmönnum, ráðherrum, eftirlitsaðilum og 30 menningum fyrir nokkrum hlut. Ég held að það þurfi að taka allverulega til í öllu opinbera kerfinu. Ef ég væri einn af þessum 63 á þingi eða hinum öllum þá myndi ég hugsa mig vandlega um áður en ég myndi bjóða mig fram að nýju. Ég myndi að minnsta kosti biðjast afsökunar á þeim ógöngum sem ég með verkum mínum væri búinn að koma Íslandi í. 


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjandi mikið er ég sammála þér þarna. Allir þessir aðilar bera ábyrgð, ekki bara bankamennirnir.

Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 322

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband