17.11.2008 | 22:35
Hvað verður um Framsóknarflokkinn?
Fyrir mörgum árum gerðist ég framsóknarmaður. Talsvert síðar gekk ég í flokkinn. Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast framsóknarmaður þá var flokkurinn miðjuflokkur sem lagði áherslu á fjölskylduna og það að vinna saman. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og flokkurinn, eða réttara sagt fyrrum formaður hans leiddi þennan flokk langt frá sinni stefnu.
Núna ætla ég að bíða og sjá. Verður Framsóknarflokkurinn aftur eins og hann var eða breytist hann kannski í lítinn Samfylkingarflokk. Minn flokkur kemur til með að vera miðjuflokkur sem hugsar um fjölskylduna. Minn flokkur kemur ekki til með að styðja styrjaldir. Minn flokkur kemur ekki til með að stara á eina EB lausn sem sannleika heldur að vega og meta kosti og galla margra lausna. Minn flokkur kemur til með að greiða götu "litla mannsins" í þjóðfélaginu. Minn flokkur kemur til með að veita áfram "ókeypis" heilbrigðisþjónustu. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan iðnað. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan landbúnað. Þetta eru helstu atriði sem ég gat komið með svona í fljótheitum.
Núna bíð ég eftir að sjá til hvað flokkurinn minn gerir. Verður hann aftur að flokknum mínum eða þarf ég að fara að skoða aðrar leiðir.
Eygló tekur sæti á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú spyrð: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? Svar: Hann mun að sjálfsögðu þurrkast út hókus pókus !
ag (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:53
Sem flokksmaður getur þú haft áhrif á það hvort og þá hvernig það gerist. Með þátttöku í starfi flokksins.
Gestur Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 23:49
Ég tek undir það sem Gestur segir hérna. Ég hvet þig ákaft til að taka þátt og hafa áhrif á stefnu flokksins með þáttöku í starfinu.
Bestu kveðjur
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 20.11.2008 kl. 16:12
Mér sýnist þinn flokkur ætti að vera Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.