Dollar, norsk króna, íslensk króna eða evra???

Lengi vel var Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem var raunverulegur miðjuflokkur. Í flokknum rúmuðust skoðanir sem lágu á vinstri vængnum alveg yfir í skoðanir á hægri vængnum. Þannig var jafnvægisstefnan sem hafnaði öfum vinstri og hægri sú stefna sem hægt var að sameinast um.  Í fjölda ára var því sagt að Framsóknarflokkurinn væri opinn í báða enda. Nú eru hugtökin vinstri og hægri að mestu horfin úr hinu pólitíska litrófi og hafa sumir flokkar endurskilgreint sig og fengu ný  nöfn og kennitölur. Úr þessari endurskilgreiningu urðu til Vinstri grænir og Samfylkingin. Vinstri grænir mundu eftir að til var hópur manna sem var á móti því að virkja og skilgreindu sig þar en að öðru leyti vilja þeir vera rétt vinstra megin við miðju. Samfylkingin ákvað hins vegar að skilgreina sig sem miðjuflokk og leggja um leið áherslu á inngöngu í EB. 

Framsóknarflokkurinn stendur nú á krossgötum. Núna er uppi hávær umræða um að flokkurinn eigi að taka afstöðu með inngöngu í EB. Fyrir nokkrum árum samþykkti flokkurinn að við ættum að skoða vandlega hvað innganga í EB myndi kosta okkur og hvað gera þurfi. Gallinn við þessa umræðu er að öll hugsun um EB virðist fyrst og fremst snúast um trú frekar en skynsemi. Menn skoða lítið hvað unnið sé með því fyrir litla eyþjóð að ganga í EB. Jú það er bent á að við fáum 3 fulltrúa í Evrópuþinginu. Hætt er við að það verði frekar hjáróma rödd sem komi frá þessari smáu eyþjóð. En hvað með þau mál sem skipta okkur máli? Hvað verður um landbúnaðinn? Hvað verður um auðlindirnar? Hvað verður um okkur?

Ef eyjan Ísland gengur í EB og ef landbúnaður leggst hér af, eins og ýmsar svartsýnisraddir hafa bent á, hvernig stöndum við þá ef ekki verður hægt að flytja inn ýmsar nauðsynjar, t.d. vegna styrjalda. Við vorum minnt á það í upphafi kreppunnar að það er auðvelt að einangra landið. Af hverju eigum við að ganga í bandalag með Englandi sem hefur orðið okkar mesti skaðvaldur á síðustu árum (utan við Davíð). 

Ég held að við eigum að draga djúpt andann og skoða hverjir okkar möguleikar séu. Sem dæmi má nefna að engar formlegar viðræður hafa farið fram við Norðmenn um stuðning þeirra við okkur. Hvort sem við tökum upp norska krónu eða okkar króna verði studd af þeirra. Annar gjaldmiðill sem kemur til greina er bandaríkjadalur en það virðist hver sem er geta notað þann gjaldmiðil án þess að til komi einhverjar flóknar fyrirskipanir eða reglur.

Ég held að Framsóknarflokkurinn eigi að benda á þessar leiðir og vera þá eini flokkurinn sem vill skoða leiðir en ekki gera eins og Samfylking sem sér ekkert annað en evru eða VG sem er á móti (eins og vanalega). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Stjórnmál snúast orðið um svo margt annað en hægri vinstri, það er rétt. Hún snýst um stjórnlyndi gagnvart frjálslyndi, áherslu á skiptingu gæða gagnvart öflun gæða, áherslu á einkaframtak, opinberan rekstur og samvinnurekstur við lausn mála og hversu mikla áherslu eigi að leggja á alþjóðlega samvinnu.

Varðandi ESB er búið að taka saman góða samantekt á þeirri vinnu sem fram hefur farið á vettvangi Framsóknar undanfarin ár, auk ýmissa tengla á nýrri Evrópuvefgátt.

Það er nefnilega þannig að Framsókn er sá flokkur sem rannsakað hefur þetta mál lang best íslenskra flokka. Samfylkingin ákvað að vera ekkert að kafa of djúpt í þetta, heldur framkvæmdi bréfkosningu og síðan hafa þeir verið með trúboð, eins og þú ert að skrifa um og er hættulegt.

Ég er kominn á þá skoðun að tími sé kominn til að hætta þessum ágiskunum og sækja um aðild. Ef samningurinn sem lagður verður fyrir þjóðina er með þeim hætti að hennar hag sé betur borgið utan ESB en innan mun ég berjast gegn samþykkt hans, en íslensk þjóð verður að fara að fá svör við sínum spurningum og það gerist bara í gegnum aðildarviðræður.

Gestur Guðjónsson, 23.11.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Vissulega er það rétt að aðildaviðræður er það eina sem gefur okkur hina einu sönnu niðurstöðu. Hins vegar getum við skoðað hver samningsmarkmið ESB hafa verið í undanfönum viðræðum og leitt þannig rök að því hvað bíður okkar. Við komum til með að renna nokkuð blint í sjóinn hvað varðar fiskveiðar en þó hafa forvígismenn ESB oft sagt að við fengjum engan afslátt frá stefnu ESB. Hins vegar höfum við allar forsendur til að meta landbúnaðinn og getum þar séð hvernig færi með okkar landbúnað. Ég hugsa til þess með hryllingi hvernig færi ef, og ég árétta ef, aðild að ESB myndi rústa okkar landbúnaði en örlögin höguðu því síðan þannig að Ísland myndi einangrast. Matarbirgðir landsins myndu klárast á örfáeinum vikum og síðan tæki hvað við??? Við verðum að stíga varlega til jarðar því ekki er hægt að taka tilbaka þá aðgerð að ganga í ESB. Við værum þar til frambúðar.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 23.11.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband