Ég fer ekki fet

Davíð Oddson ætlar ekki að hætta. Hann var ráðinn til ákveðins tíma og hann ætlar sko að sitja þann tíma til enda. Hann tekur þar að auki fram að hann hafi aldrei hlaupist frá verki sem hann hafi tekið að sér. Maðurinn man að vísu ekki eftir þegar hann "sótti" um stöðu seðlabankastjóra til Halldórs vinar síns og fékk. Þá hljópst hann frá tveim störfum bæði sem utanríkisráðherra og sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Davíð. Ég veit svo sem að þú lest ekki neitt sem þú vilt ekki en þú varst ekki ráðinn til að setja landið á hausinn. Þú berð þarna ábyrgð og átt að axla hana. Ástandið í þjóðfélaginu í dag er þér að kenna fyrst og fremst. Fólk missir vinnuna vegna þín, fjölskyldur missa húsnæði vegna þín. En þér er slétt sama. Þú ert og verður eiginhagsmunaseggur sem setur þínar óskir og þarfir í fyrsta sæti og þér er nákvæmlega sama á hverjum þú traðkar og hvernig verður umhorfs eftir á svo lengi sem þú færð þitt fram.

Þú, Davíð Oddson, ert óhamingja Íslands og þjóðarinnar.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Vel orðað.

Jón Halldór Eiríksson, 8.2.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband