Í morgunþætti á Bylgjunni í morgun reyndi Ólína Þorvarðardóttir að gera lítið úr niðurfellingaraðferðinni sem Framsóknarflokkurinn hefur bent á. Hún sagði þessa leið ófæra þar sem flöt niðurfelling væri ekki hagkvæm. Með dylgjum og lygum þá reyndi hún að gera þessa niðurfellingarleið tortryggilega. Hennar lausn var hins vegar mikið sniðugri. Hún sagði að einungis ætti að fella niður skuldir þar sem mikil vandræði væru til staðar. Þeir sem geta greitt skuldir sínar eiga að gera það en skuldir verði afskrifaðar þar sem ekki er hægt að greiða skuldirnar. Hún vill sem sagt að skuldir mínar, sem hækkuðu um tugi prósenta í bankahruninu, verði ekki að neinu leyti felldar niður en skuldir Jóns Ásgeirs verði hins vegar felldar niður þar sem ljóst er að hann geti ekki greitt þær. Það er morgunljóst af þessum málflutningi hennar að hún gengur þarna erinda Jóns Ásgeirs og fleiri manna af hans sauðarhúsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef svo sem ekki skoðað niðurstöðuna nákvæmlega en ég velti því fyrir mér hvernig það kæmi út að stilla lánskjaravísitölu og gengisviðmið lána í erlendri mynt á stöðuna í lok febrúar 2008, þ.e.a.s. áður en afleiðingar skortstöðu braskaranna komu fram af fullum þunga. Þetta er tæknilega mjög einfalt í framkvæmd og allir sætu við sama borð.
Að halda því fram að það megi ekki stokka spilin og gefa upp á nýtt er álíka mikil blekking og efnahagsreikningar gömlu bankanna og eignarhaldsfélaganna voru fyrir hrunið.
Við eigum nýju bankana, við eigum Íbúðalánasjóð, við eigum lífeyrissjóðina. Eignir þeirra eru skuldir okkar með veði í "eignum" okkar. Þegar skuldirnar eru mun hærri en eignirnar sem lagðar voru að veði er "eign" þessara sjóða álíka mikils virði og "viðskiptavild" sú sem notuð var til að "fjármagna" skuldsettar yfirtökur.
Ef við getum ekki borgað skuldirnar munu bankarnir og sjóðirnir tapa mismuninum á virði eignanna og skuldanna hvort sem er. Viðurkennum þess vegna raunveruleikann strax og forðum tugþúsundum Íslendinga frá því skuldafangelsi sem þeim var almennt talin trú um að væri ekki til!
Þeir sem ekki trúðu á hina óraunhæfu uppskrúfun eignavirðis njóta lækkunarinnar líka þótt þeir séu kannski ekki í mesta áhættuhópnum. Þeir sem létu blindast af ofurbjartsýninni gætu kannski átt möguleika á að halda eignum sínum og sjálfsvirðingu ef skuldir þeirra og greiðslubyrði yrði í einhverju samræmi við greiðslugetu þeirra.
Ef stjórnmálamenn halda að það að skera eigendur skuldanna niður úr snörunni sem þeir hengdu sig sjálfir í með því að moka út lánsfé en hengja skuldarana upp í hæsta gálga sé eina rétta leiðin þá eru þeir vitlausari en ég hélt.
Þórarinn Pálmi Jónsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.