6.8.2009 | 11:41
Vinsamlegast ekki hringja í lögreglu
Satt best að segja þá finnst mér lítil ástæða til að hringja í lögregluna vegna þessa manns. Þessir fjársvikarar sem hafa með atferli sínu undanfarin ár sett fjölda heimila á hausinn verða að taka því að fólki sé illa við þá. Þeir höfðu gaman af því að koma fram í Séð og heyrt meðan milljónirnar okkar fylltu vasa þeirra og þá vildu þeir vera áberandi. Í raun er þessi maður að gera þeim greiða með því að merkja hús þeirra svo þeir séu meira áberandi. Þegar þeir svo bera fyrir sig að fjölskyldur þeirra líði fyrir þá hugsuðu þeir ekki svo mikið um það þegar þeir millifærðu eignir á fjölskyldumeðlimi til að geta svindlað aðeins meira. Rauð málning er það minnsta sem hægt er að gefa þeim.
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sjálfsagt fær blessaður "málarinn" flýtimeðferð í réttarríkinu....ef hann næst.
zappa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:49
Ég er ekki sammála þér jónas
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 12:13
Ég er alveg sammála þér Jónas,ég veit við lifum í réttaríki,en þetta fólk er siðlaust og finnst það greinilega allt í lagi að við fólkið í landinu borgi skuldirnar þeirra,bara af því Það er löglegt.það er fullt af fólki sem er orðið mjög desparate.
Andri Hermannsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:52
Gunnar Th...
Góði besti get a live, þú ert svona týpiskur fúll á móti, dauðvorkenni þínum nágrönnum.
Ps. Þér myndi sennilegast líða strax betur ef þú settist í farþegasætið hjá sköllóttu hetjunni ;)
Hjálmar (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:56
Látið ekki G Th G hlægilegan leigubílstjóra á Reyðarfirði slá ykkur út af laginu ...
Stefán (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:05
Jónas, ef þú keyrir yfir á rauðu ljósi má ég þá brjóta rúðu í bílnum þínum, með þeirri afsökun að löggan sé of lengi að senda þér sekt?
Ef þú mismælir þig má ég þá kýla þig í magann? Ef þú nauðgar konu má þá klippa tá af syni þínum? Ef þú skilar ekki skattframtali má ég þá koma og taka tjaldvagninn þinn? .... Þetta er bara kjánalegt
Þessi málningardólgur er augljóslega fáviti sem heldur að hann sé Batman. Lögreglan og dómstólar sjá um að framfylgja lögum, ekki einhverjir sköllóttir jólasveinar. Auga fyrir auga er ekki það sem við viljum á Íslandi.
mbk,
Aliber, 6.8.2009 kl. 13:40
Þetta er bara atvinnuskapandi gjörningur. Ef þetta pakk ætlar að láta almenning borga skuldir sínar þá er það minnsta sem við getum gert að láta þá borga fyrir smá hreinsun af og til svo fólk hafi kannski efni á að borga þessar skuldir.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:44
Aliber - Þessir einstaklingar högnuðust um marga milljarða með sviksamlegum hætti. Það kemur betur og betur í ljós að þeir seldu samvisku sína fyrir mörgum árum og það skiptir þá engu hverjir fara illa úr þeim viðskiptum svo lengi sem þeir fá að vera í friði. Ég hef orðið vitni af því hvernig meðlimir fjölskyldna hafa misst vinnu í beinu framhaldi af hruni því sem þessir einstaklingar ollu. Fjölskyldur alls staðar berjast við að ná endum saman vegna þess að verðbólga og gengi hafa sprengt upp verðlag og verðtryggingu. Þeir settu þjóðfélag á hausinn og fá smá málningarslettur fyrir. Ég vorkenni þeim ekkert. Ég er ekki að mæla þess bót að menn taki lögin í sínar eigin hendur - mér finnst hins vegar að lögreglan eigi að forgangsraða málum þannig að handtaka fyrst þá sem settu landið á hausinn áður en þessi maður verður leitaður uppi.
Hjálmar og Stefán - Alltaf gaman að sjá málefnanlegar umræður.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 6.8.2009 kl. 14:02
Atvinnuskapandi... þetta hækkar tryggingagjöldin okkar. Og Stefán, takk fyrir vinsamleg orð í minn garð.
Ég er ekki einn þeirra sem vill að almenningur taki að sér refsihlutverkið. Auk þess bitnar þetta á börnum viðkomandi sem er ömurlegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 14:06
Aliber ég verð að spurja þig ef þú stelur öllum peningunum í einu landi og setur þá í vasann með því að brjóta lög(breyta lögum) á þá fólkið í landinu rétt á því að gera ekki neitt því að það er ekki til þess fallið að stjórna peningum Íslands??
,,Þarna vísa ég til Seðlabankans og Davíð Oddson því hann breytti lög um hlutafélög og lét innleiða svokallað einka- og lánsfyrirtæki sem söfnuðu bara skuldum´´.
eina aðra
Ef að þú mátt taka endalust af lánum er þá í lagi að ekki að þurfa að borga??
Svona eru spurningarnar í réttu ljósi í sambandi við útrásarvíkinganna. Það er bara glórulaust og fólk ekki með vit sem heldur því fram að þessi gaur sé fáviti, hann veit alveg hvað hann er að gera, þó hann sé bara að brjóta lög sem eru ekki svo umfangsmikil miðað við fólkið sem stal hundruðum ef ekki 1000 milljörðum og setti það beint í vasann. Takk fyrir mig.
Elli (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:13
"bitnar á börnum viðkomandi"
Hvað með það. Eru þessi sömu börn þeirra ekki að lifa í munaði af því sem foreldrarnir stálu af okkur. Ég vorkenni þessu skíta pakki ekki neitt. Það mætti alveg gera meira en að sletta málningu á þetta lið.
Óli (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:39
Elli: Ef fólk brýtur lög þá á lögreglan og dómsvaldið að sjá til þess að viðeigandi refsingu sé úthlutað og framfylgt. Það er ekki fyrir frakkaklædda menn að ákveða með málningunni sinni hverjir hafi brotið af sér, heldur dómstóla. Ég geng ekki um rispandi bíla hjá fólki sem keyrir of hratt, ég læt lögguna um að sekta það.
Óli: Syndir feðranna? Er blóðhefnd ekki best? Hvernig væri að flengja alla sem eru skyldir og þekkja þetta ,,skítapakk"? Bara svona af því að þeir hafi hugsanlega notið góðs af fjármunum seim víkingarnir hugsanlega fengu á vafasaman hátt? Kjánalegur hugsunarháttur - kannski ekki við öðru að búast á blogginu.
kv,
Aliber, 6.8.2009 kl. 22:40
Aliber, menn geta ekki skýlt sér á bak við börnin sín þegar þeir fremja glæpi. Viltu að barnaníðingar sleppi við andúð ef þeir eiga börn?
Óli (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.