Dollar, norsk króna, íslensk króna eða evra???

Lengi vel var Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem var raunverulegur miðjuflokkur. Í flokknum rúmuðust skoðanir sem lágu á vinstri vængnum alveg yfir í skoðanir á hægri vængnum. Þannig var jafnvægisstefnan sem hafnaði öfum vinstri og hægri sú stefna sem hægt var að sameinast um.  Í fjölda ára var því sagt að Framsóknarflokkurinn væri opinn í báða enda. Nú eru hugtökin vinstri og hægri að mestu horfin úr hinu pólitíska litrófi og hafa sumir flokkar endurskilgreint sig og fengu ný  nöfn og kennitölur. Úr þessari endurskilgreiningu urðu til Vinstri grænir og Samfylkingin. Vinstri grænir mundu eftir að til var hópur manna sem var á móti því að virkja og skilgreindu sig þar en að öðru leyti vilja þeir vera rétt vinstra megin við miðju. Samfylkingin ákvað hins vegar að skilgreina sig sem miðjuflokk og leggja um leið áherslu á inngöngu í EB. 

Framsóknarflokkurinn stendur nú á krossgötum. Núna er uppi hávær umræða um að flokkurinn eigi að taka afstöðu með inngöngu í EB. Fyrir nokkrum árum samþykkti flokkurinn að við ættum að skoða vandlega hvað innganga í EB myndi kosta okkur og hvað gera þurfi. Gallinn við þessa umræðu er að öll hugsun um EB virðist fyrst og fremst snúast um trú frekar en skynsemi. Menn skoða lítið hvað unnið sé með því fyrir litla eyþjóð að ganga í EB. Jú það er bent á að við fáum 3 fulltrúa í Evrópuþinginu. Hætt er við að það verði frekar hjáróma rödd sem komi frá þessari smáu eyþjóð. En hvað með þau mál sem skipta okkur máli? Hvað verður um landbúnaðinn? Hvað verður um auðlindirnar? Hvað verður um okkur?

Ef eyjan Ísland gengur í EB og ef landbúnaður leggst hér af, eins og ýmsar svartsýnisraddir hafa bent á, hvernig stöndum við þá ef ekki verður hægt að flytja inn ýmsar nauðsynjar, t.d. vegna styrjalda. Við vorum minnt á það í upphafi kreppunnar að það er auðvelt að einangra landið. Af hverju eigum við að ganga í bandalag með Englandi sem hefur orðið okkar mesti skaðvaldur á síðustu árum (utan við Davíð). 

Ég held að við eigum að draga djúpt andann og skoða hverjir okkar möguleikar séu. Sem dæmi má nefna að engar formlegar viðræður hafa farið fram við Norðmenn um stuðning þeirra við okkur. Hvort sem við tökum upp norska krónu eða okkar króna verði studd af þeirra. Annar gjaldmiðill sem kemur til greina er bandaríkjadalur en það virðist hver sem er geta notað þann gjaldmiðil án þess að til komi einhverjar flóknar fyrirskipanir eða reglur.

Ég held að Framsóknarflokkurinn eigi að benda á þessar leiðir og vera þá eini flokkurinn sem vill skoða leiðir en ekki gera eins og Samfylking sem sér ekkert annað en evru eða VG sem er á móti (eins og vanalega). 


Hvað verður um Framsóknarflokkinn?

Fyrir mörgum árum gerðist ég framsóknarmaður. Talsvert síðar gekk ég í flokkinn. Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast framsóknarmaður þá var flokkurinn miðjuflokkur sem lagði áherslu á fjölskylduna og það að vinna saman. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og flokkurinn, eða réttara sagt fyrrum formaður hans leiddi þennan flokk langt frá sinni stefnu.

Núna ætla ég að bíða og sjá. Verður Framsóknarflokkurinn aftur eins og hann var eða breytist hann kannski í lítinn Samfylkingarflokk. Minn flokkur kemur til með að vera miðjuflokkur sem hugsar um fjölskylduna. Minn flokkur kemur ekki til með að styðja styrjaldir. Minn flokkur kemur ekki til með að stara á eina EB lausn sem sannleika heldur að vega og meta kosti og galla margra lausna. Minn flokkur kemur til með að greiða götu "litla mannsins" í þjóðfélaginu. Minn flokkur kemur til með að veita áfram "ókeypis" heilbrigðisþjónustu. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan iðnað. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan landbúnað. Þetta eru helstu atriði sem ég gat komið með svona í fljótheitum.

Núna bíð ég eftir að sjá til hvað flokkurinn minn gerir. Verður hann aftur að flokknum mínum eða þarf ég að fara að skoða aðrar leiðir.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ekki vanhæf, hvað þá?

Er hún ekki vanhæf?

  • Maðurinn hennar er einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins
  • Fjölskyldan hafði tugmilljónir í árslaun frá bankanum
  • Hún og maðurinn hennar áttu hlutabréf í bankanum

Ef hún er ekki bullandi vanhæf þarna, þá hvenær?


mbl.is Menntamálaráðherra ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga að segja af sér?

Þegar efnahagsástandið er skoðað þá eru þeir margir sem heimta afsögn hinna og þessa. Ég er hérna með ófullkominn lista yfir þá einstaklinga sem mér finnst eigi að segja af sér vegna ástandsins.

  • Guðni Ágústsson - var í þeim ríkisstjórnum sem tóku ákvarðanirnar.
  • Valgerður Sverrisdóttir - sama ástæða og Guðni, fyrrum viðskiptaráðherra
  • Geir H. Haarde - ráðherra fjármála í síðustu ríkisstjórnum, forsætisráðherra
  • Árni M. Matthísen - fjármálaráðherra - klúðraði málum við breta, innherji í sparisjóðum
  • Björn Bjarnason - sama og Guðni
  • Þorgerður K. Guðnnarsdóttir - innherji í Kaupþing, fundaði um Kaupþing í ríkisstjórn 
  • Björgvin G. Sigurðsson - viðskiptaráðherra, þagði yfir því þegar ráðuneytisstjóri laug um hlutafé
  • Össur Skarphéðinsson - hefur bloggað meira og verr en Bjarni Harðar. Búinn að snúast í marga hringi síðustu vikur.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - hefur ekki stjórn á sínum mönnum
  • aðrir fyrrverandi og núverandi ráðherrar á þingi
  • stjórn og bankaráð Seðlabanka Íslands
  • stjórn og yfirmenn fjármálaeftirlitsins
  • ráðuneytisstjórar fjármála- forsætis- og viðskiptaráðuneytis
  • og ábyggilega einhverjir aðrir

Þessir menn eiga ríkan þátt í þeirri stöðu sem þjóðin er í, sumir með beinum hætti en aðrir með aðgerðarleysi. Þessir menn settu reglurnar og áttu að fylgjast með að eftir þeim væri farið.

Ef búið var að semja neyðarlögin sl. vor þá vissu menn í hvað stefndi. Því er það ljóst að meðan ráðamenn sváfu milli þess sem þeir skrifuðu greinar þar sem útrásin var dásömuð sukkum við almenningur dýpra og dýpra í skuldafen útrásarinnar.


Hvernig er þetta hægt?

Hvernig fórum við að því að stökkva úr því að vera litla sæta þjóðin þarna norðurfrá í það að vera ein verst liðna þjóð Evrópu? Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar o.fl. eru ill útí okkur, ekki bara ríkisstjórnirnar heldur þjóðirnar í heild.

Við höfum hagað okkur eins og spilltur krakki. Við hirtum allt og sólunduðum í alls konar dellu. Við leyfðum örfáeinum einstaklingum að eyðileggja orðspor okkar þannig að ekki verður aftur snúið. Þessir einstaklingar stálu fjármunum af fólki í þessum löndum og nú er svo komið að ekki einu sinni þeir vilja láta bendla sig í Ísland, eins og glögglega sást þegar Bjarni Ármannsson þóttist vera norðmaður þegar hann hljóp maraþon.

Við verðum að snúa við blaðinu. Við getum ekki sett upp þrjóskusvip og stappað niður fótunum og öskrað. Við verðum að taka okkur taki og hlíða. Við verðum því miður að hlusta á umheiminn og samþykkja þeirra kosti eða fara á hausinn. Við erum í raun beitt efnahagsþvingunum en það er bara okkur sjálfum að kenna.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorrý Geir. Ég trúi þér ekki

Geir H Haarde hefur frá því áður en þessi margfræga kreppa hófst margsinnis logið að okkur. Hann laug þegar hann fundaði um stöðu bankanna, hann laug um fundarefni Björgólfsfundanna, hann laug um ósætti með Davíð......... Hann hefur bara svo oft logið að það er ekki ástæða til að trúa honum.

Dýralæknirinn sagði í dag að það væru eftir svo fáir menn með sérþekkingu á bankakerfinu að erfitt væri að manna bankastjórnir. Að vísu orðaði hann þetta mikið glæsilegar en orðrétt sagði hann: "Það þrengir auðvitað nokkuð kost þeirra sem velja í bankaráðin að þeir sem hafa þekkingu á bankamálum hafa almennt starfað eða komið að einhverju leyti nálægt gömlu bönkunum og því þarf að vanda valið þegar valdir eru fulltrúar í bankaráði" Sennilega er hann að segja þarna að einungis verði valdir dýralæknar af sjálfstæðismannakyni.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugt

Að formaður stéttarfélags skuli taka þátt í svona ákvarðanatöku er án fordæmis. Að samþykkja niðurfellingu ábyrgða á sukklánum er fáheyrt.

Það er ekki nema eitt sem Kaupþing getur gert í stöðunni. Fella niður allar ábyrgðir og veð á öllum útistandandi lánum. Þannig og aðeins þannig er komið jafnt fram við alla skuldara við bankann. Síðan hlýtur Kaupþing að endurgreiða öllum sem höfðu keypt hlutabréf þannig að allir hluthafar sitji við sama borð.

Það hlýtur að vera krafa félagsmanna í VR að formaður félagsins segi af sér. Trúnaðarbrestur hefur orðið milli hans og allra þeirra fjölmörgu VR félaga sem áttu innistæður í Kaupþing eða höfðu notað sparnaðinn í að fjárfesta í bankanum í góðri trú. Enda var formaður þeirra í stjórninni og því hlaut allt að vera í lagi.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta allt saman glæpamenn?

Mann setur hljóðan og spurningarnar hrannast upp.

Innherjamál:
Viðskiptaráðherra hefur sagt að neyðarlögin hafi að mestu verið samin í vor og sumar. Menntamálaráðherra og hennar maður setja hlutabréfin (og skuldirnar?) í eignarhaldsfélag. Vissi hún eitthvað sem við hin vissum ekki? Ráðuneytisstjóri selur hlutabréf. Vissi hann eitthvað sem við vissum ekki?

Lygar ráherra:
Viðskiptaráðherra skrifar grein í ágúst um hversu flottir bankarnir séu þrátt fyrir að hafa allt sumarið verið á fundum um bankavandamál. Fólk heldur áfram að leggja inn í sjóði bankanna og kaupa hlutabréf. Forsætisráðherra lýgur hvenær sem honum hentar. Hann þarf að koma sér upp merkjakerfi hvenær hann segir satt og hvenær hann lýgur.

Aumingja ríku fjárfestarnir:
Þeir hafa hagnast á arði af fjárfestingum. Menntamálaráðherra á hesthús þar sem íburður er á milljónamæringaklassa, bújörð og svo líka húsið sitt (skuldlaust?). Þeir gátu unnt sér að hagnast á hlutabréfakaupum en vilja ekki borga fyrir hlutabréfin. Þetta eru svo mennirnir sem koma til með að sitja á móti skuldurum og segja þeim að þeir eigi að borga sínar skuldir.

Ég held að þessir menn eigi allir sem einn að greiða sínar skuldir að fullu, með verðtryggingu og vöxtum. Ef þeir geta það ekki þá verða þeir að gera eins og allir aðrir skuldarar - að verða gjaldþrota.


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi ekki hvað?????

Ekki er það trúverðugur bankastjóri sem fylgist ekki með fjárfestingu uppá 190 milljónir. Það er heldur ekki trúverðugt að bankastjórinn segist ætla að greiða 190 milljónirnar með arðgreiðslum vitandi að til þess þarf arðgreiðslur í a.m.k. 30 ár en hún ætlaði að greiða á 5 árum. Bankastjórinn segir einnig að hún hafi átt að skila hlutabréfunum ef hún myndi hætta innan 5 ára en samt ætlaði hún að flytja þau á einkahlutafélag sitt. Það er einhver maðkur í mysunni þarna.

Bankastjórinn var vissulega ein af stjórnendum gamla bankans og greinilega sem slík alveg jafn rotin og hinir. Núna hugsar hún um það helst að bjarga eigin skinni. Það er gott fyrir viðskiptavini Glitnis að vita til þess að þeir geta átt von á að strokað verði yfir þeirra "mistök" undanfarin ár. Kannski er hægt að sleppa við að borga af lánum þar sem það voru bara mistök að taka þau á sínum tíma.


mbl.is Birna segist ekki hafa keypt bréf í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru svo kjörin?

Til allrar hamingju verður lánið líklega ekki verðtryggt, þá gætum við ekki greitt það upp.

Það hefði bara verið sniðugast að nota tækifærið og núllstilla Ísland. Gefa eftir öll lán og allir byrja bara á núlli. Engar eignir og engar skuldir. Síðan yrði bara skipt jafnt. Náttúrulega gengur svona útópía ekki upp en skemmtilegur draumur. Í eitt skipti væru það ekki bara millarnir sem græddu á óhamingjunni heldur almenningur. En það má ekki ganga gegn því sem rétt er. Bjöggarnir verða að fá að losna við skuldir fyrirtækja sinna og kaupa þau á slikk af tjöllunum. Þeir geta þá byrjað þar á núlli. Hvaða máli skiptir þó Björgólfur sé í annað skipti á sinni ævi að setja banka og skipafélag á hausinn. Það verður að vernda rétt þeirra ríku.


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 335

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband