Vanhæf rannsóknarnefnd

Ríkisstarfsmennirnir í rannsóknarnefndinni geta ekki klárað verkið á tilsettum tíma. Sennilegst hafa launin þeirra verið það lág að þeir hafa þurft að vinna aðra vinnu með verkinu og því ekki haft tíma til að klára það. Er ekki bara spurning um að skella dagsektum á nefndina.

Það er lágmarks kurteisi við okkur sem greiða þessum mönnum laun fyrir vinnuna að við fáum í það minnsta að sjá það sem komið er þann 01.11. Það er krafa okkar sem þurfum að taka á okkur hækkun vísitölu, hækkun vöruverðs, lækkun á endursöluverði fasteigna að við fáum að sjá hvað þau hafa í höndunum eftir allan þennan tíma.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70 manns um hvert starf - er það mikið?

Greinilegt er að mbl.is ætlar að stunda öfluga hagsmunagæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að halda því fram að 70 umsóknir um starf hjá flokknum sé mikið á tímum þegar atvinnuleysi er hvað mest á Íslandi, þá er greinilega verið að fegra sannleikann talsvert.
mbl.is Margir vilja vinna hjá Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestar á atvinnuleysisbótum

Íbúar í uppsveitum Árnessýslu fengu bréf um daginn þar sem þeim er kynnt væntanleg sameining Stóra- Núpsprestakalls og Hrunaprestakalls. Þessi sameining er kynnt þar sem sóknirnar teljast ekki nógu stórar til að réttlæta tvo presta í fullu starfi. Það merkilega er að sameiningin á ekki að taka gildi fyrr en annar hvor presturinn hættir störfum, sem getur orðið eftir rúmlega 20 ár. Fram að því fá tveir prestar, sem vinna báðir í hlutastarfi, greitt fyrir fulla vinnu. Þetta eru þokkalega góðar atvinnuleysisbætur.
mbl.is Prestsembætti í Köben aflagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líður líka illa...

... þó ég sé ekki nágranni hryðuverkahópsins sem kallast "útrásarvíkingar". Mér líður ekki illa yfir því að málningu sé slett á hús þeirra heldur vegna þess að verk þeirra hækkuðu evruna úr 90 krónum í 180 krónur. Líka vegna þess að verk þeirra hækkuðu vísitölu neysluverðs úr 266,9 stigum í 346,9 stig. Þetta allt saman hefur leitt til þess að skuldinar mínar hafa hækkað. Matvörurnar hafa líka hækkað, bensínið, húsgögnin, fatnaður, bækur, námsgögn, leikföng.... allt hefur hækkað.

Sýslumaðurinn á Selfossi bíður spenntur eftir uppáhaldsiðju sinni, að bjóða upp eignir. Á hans lista eru hundruðir fasteigna sem hann ætlar að bjóða upp um leið og hann má. Þarna koma til með að glastast heimili eða sumarbústaðir þúsunda Íslendinga. Mér líður líka illa yfir því.

Í stað þess að meðlimir hryðjuverkasamtakanna Útrásrarvíkingar gangi lausir og fái smá málningaslettur á húsin sín væri nær að setja þá bak við lás og slá eða þeim vísað úr landi eins og gert er við Hells Angels.


mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur fyrrverandi sveitarstjóra til?

Á bloggsíðu Sigurðar Jónssonar hefur spunnist allnokkur umræða um opinberun hans á einstökum reikningsfærslum úr bókhaldi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þar sem Sigurður stjórnar því hvaða ummæli eru birt á síðu sinni þá vil ég birta hér svar mitt til Finnboga sem er á bloggi Sigurðar.

Þegar þú ert ráðinn til starfa þá er gert ráð fyrir að þú haldir trúnað um þau málefni sem koma á borð þitt í viðkomandi starfi. Meðan Sigurður gengdi starfi sveitarstjóra fóru ýmis gögn um hans hendur, gögn sem við íbúar sveitarfélagsins teljum trúnaðarmál. Bókhaldsgögn eru hluti af trúnaðargögnum. Sem dæmi um þann trúnað sem hvílir á einstökum bókhaldsgögnum hefur Félagsmálaráðuneytið úrskurðað og lagt á mikinn trúnað. Þegar Sigurður opinberar síðan atriði sem hann komst að í starfi sínu þá læðist að manni sá ótti að hann gæti, til að þagga niður umræðu, rifjað upp einhver málefni sem snertir persónulega íbúa í sveitarfélaginu. Málefni sem menn gengu út frá að væru trúnaðarmál.

Nú hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur aflétt trúnaði af þeim bókhaldsgögnum sem Sigurður fjallaði um. Þá kemur í ljós að reikningurinn fyrir fundarsetuna er gerður af Sigurði sjálfum og þar reiknar hann sér sama gjald og kjörnir fulltrúar fá. Samkvæmt mínum heimildum þá greiddi Sigurður sér þar að auki þessar tvö hundruð þúsund krónur þó svo að hann hafi þurft að endurgreiða þær við starfslok sín. Einnig kemur í ljós að öll þessi kostnaðarsamantekt er unnin af Sigurði og reikningurinn gerður af honum.

Verst er þó að Sigurður virðist síst vera að hugsa um gegnsæi í stjórnsýslu. Hann viðurkennir hér að ofan að Atli Gíslason, þingmaður VG, hafi spurt hann um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélagsins. Þarna er Sigurður að ljóstra upp að hann sé að tala um innri málefni Skeiða- og Gnúpverjahrepps við menn sem tengjast sveitarfélaginu ekkert. Einnig vekur það furðu að Atli Gíslason skuli ekki hafa beint samband við skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, heldur tala við fyrrverandi sveitarstjóra.  


Við þiggjum alla þá aðstoð sem okkur er boðið

Við eigum að stökkva til og þiggja þetta boð. Hlutlausir aðilar eru að bjóðast til að hjálpa okkur við rannsókn á hruni heils þjóðfélags. Þarna kemur tækifærið sem við höfum beðið eftir.

Fáliðað embætti sérstaks ríkissaksóknara er að vinna eins vel og hægt er en það er alltaf hættan á að kunningjasamfélagið hérna geri mönnum erfitt fyrir að líta hlutlaust á þau máli sem kunna að koma upp.


mbl.is Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamlegast ekki hringja í lögreglu

Satt best að segja þá finnst mér lítil ástæða til að hringja í lögregluna vegna þessa manns. Þessir fjársvikarar sem hafa með atferli sínu undanfarin ár sett fjölda heimila á hausinn verða að taka því að fólki sé illa við þá. Þeir höfðu gaman af því að koma fram í Séð og heyrt meðan milljónirnar okkar fylltu vasa þeirra og þá vildu þeir vera áberandi. Í raun er þessi maður að gera þeim greiða með því að merkja hús þeirra svo þeir séu meira áberandi. Þegar þeir svo bera fyrir sig að fjölskyldur þeirra líði fyrir þá hugsuðu þeir ekki svo mikið um það þegar þeir millifærðu eignir á fjölskyldumeðlimi til að geta svindlað aðeins meira. Rauð málning er það minnsta sem hægt er að gefa þeim.
mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins svara þeir

Eftir að landsmenn hafa þurft að herða sultarólarnar vegna mafíuvinnubragða Björgólfs Thors og hans vina þá verður hann reiður þegar upp kemst um stuld hans á peningum innlendra og erlendra sparifjáreiganda.

Þegar maður skoðar þessi  bankamál þá virðist sem Íslandsbankamenn hafi verið glannar. Þeir tóku þátt í þessu fjárhættuspili svo lengi sem þeir þyrftu ekki að borga sjálfir. Sama má segja um Kaupþing nema þeir voru miklu stærri og glannalegri. Landsbankamenn, með Björgólf Thor í broddi fylkingar, stunduðu hins vegar skipulagða glæpastarfssemi. Þeir tóku peninga sem þeir áttu ekkert í og notuðu þá til að fjármagna yfirtökur á fyrirtækjum. Þegar ekki var lengur hægt að stela sparifé frá Íslendingum þá sneru þeir sér að því að stela frá enskum og hollenskum sparifjáreigendum. Þegar spilaborgin síðan féll þá senda þeir reikninginn til skattgreiðenda.

Réttast væri að þessir menn væru sviptir ríkisborgararétti sínum, náttúrulega að undangengnum dómi. Ég sé ekki að mikið þurfi að rannsaka mál þessara manna, gerðir þeirra eftir hrun dæma þá.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaður heimilanna á fjárhættuspilinu kominn í ljós

Þá hefur forsætisráðherra talað. Eigendur skuldabréfa hafa fengið í tekjur 900 milljarða vegna verðtryggingar. Eignir almennra borgara hafa fallið í verði en fjármagnseigendur hafa allt sitt á hreinu. Ríkisstjórnin passar sína. Verðtrygginging hefur kostað heimilin 285 milljarða frá janúar 2008 en á meðan eru eignir óseljanlegar, laun lækka, neysluvörur hækka o.fl. Fjármagnseigendur eru þó tryggðir af heilagri Jóhönnu.
mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gera sjálfstæðismenn ekki bara út Björne Banden

Við læðumst hægt um laut og gil og leyndar þræðum götur
Á BYKO vörum heldur einn en hinir peningafötur
Að ræna er best um bjartan dag
Við hugsum bara um eigin hag
Við tökum allt sem hendi festir á
Öll hér. Gunnlaugur Árni og Þorgerður


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband