Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2008 | 12:45
Ástralskt þjóðlag um þáttöku þeirra í fyrri heimsstyrjöldinni
Ástralir börðust við Tyrki í fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta lag er gamalt ástralskt þjóðlag um þetta framlag þeirra til styrjaldarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 16:53
Árni ..... þeirra tími er kominn!
Árangurslaus sáttafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 16:33
Af hverju ekki að semja, Árni?
Í hvert skipti sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gert stuttan stans á Íslandi hafa þeir sagt að það væri ekki kreppa á Íslandi. Samt sem áður er ekki svigrúm til að leiðrétta laun ljósmæðra. MBL.IS hefur eftir fjármálaráðherra eftirfarandi: " Ráðherrann kvað þrengra um vik að leiðrétta laun einstakra hópa í kjarasamningum sem væru hugsaðir til skamms tíma. Hann vonaðist þó til þess að menn næðu sáttum áður en kæmi til verkfalls eða raunverulegrar hörku." Þarna talar hann samt um að LEIÐRÉTTA launin. Leiðrétting getur meira að segja verið einhliða og falist í því að Árni lagi þessa vitleysu án þess að fara í einhverjar samningaviðræður.
Lokað og læst á ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 17:10
Reykjavíkurblöðin fara af landsbyggðinni
Það er svo sem sjálfhætt að dreifa Fréttablaðinu og 24 stundum á landsbyggðinni. Þessi blöð bæði eru Reykjavíkurblöð og skrifa einungis Reykjavíkurfréttir nema þegar á að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. Þá eru þau tilbúin til að fara í krossferðir og skrifa um landsbyggðina og þá oftast gegn framkvæmdunum og einungis séð með augum 101 Reykjavík.
Við þurfum svo sem ekki að örvænta. Á Suðurlandi er t.d. fjölbreytt flóra héraðsblaða sem sinnir okkur af kostgæfni og síðan eru það netmiðlarnir. Sunnlenska, Dagskráin og Glugginn eru allt fréttablöð sem gefin eru út á Suðurlandi og tvö þeirra eru fríblöð. Þessum fríblöðum er dreift í öll hús á svæðinu en það er eitthvað sem hvorki 24 stundir eða Fréttablaðið hafa getað gert. Kannski er þessum blöðum bara betur stjórnað en Reykjavíkurblöðunum.
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 15:07
Með hverjum var fundurinn haldinn????
Ítrekuðu andstöðu við virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 13:59
Nú er gott að hafa Íbúðalánasjóð
Nú er gaman að skoða söguna.
Á síðasta kjörtímabili stóð Framsóknarflokkurinn vörð um Íbúðalánasjóð. Einnig stóð Framsóknarflokkurinn við kosningaloforð sitt um hækkun íbúðarlána til þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu eign. Bankarnir ætluðu sér að yfirtaka þennan markað og undirbuðu Íbúðalánasjóð til að taka til sín sem mest af lánum. Núna er staðan sú að bankarnir hættu að lána en vilja víst fá peninga frá sjóðnum sem þeir ætluðu að gleypa og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn sjá þá einu lausn að endurvekja kosningaloforð Framskóknarmanna og hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs.
Það verður æ skemmtilegra að vera framsóknarmaður.
Íbúðalánasjóður til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2008 | 12:07
Hvernig er með könnunina sem Ólafur F. ætlaði að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 12:04
Bara ef það hentar mér.....
.....söng einhver hljómborðsleikari í vinsælli hljómsveit fyrir nokkrum árum. Þar fór hann yfir pólitíska sviðið og taldi upp málefni sem hann væri til í að styðja svo lengi sem það hentaði honum. Það vantaði þó þarna inní að hann ætlaði að styðja Dag ef það hentaði honum. Nú virðist þetta lag vera stefnuskrá meirihlutans í Reykjavík og gott að vita til þess að nýji miðbæjarborgarstjórinn er með háleit markmið en ....... bara ef það hentar honum.
20 borgarstarfsmenn með yfir 950 þúsund krónur á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 13:11
Eru sjálfstæðismenn að rústa heilbrigðiskerfinu?
Nú er sjálfstæðismönnum loks að takast að rústa heilbrigðiskerfinu með aðstoð Samfylkingarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur líka lagt á flótta. Í gær sagði hann stefnuna ekki vera sér að kenna heldur væri þarna verið að vinna skv. ákvörðunum stjórnenda spítalans. Þetta eru svo sem þekkt viðbrögð sjálfstæðismanna, að kenna öðrum um eigið klúður. Heilbrigðisráðherra hefur, þetta tæpa ár sem hann hefur verið við völd, lítið gert annað en að klúðra málum. Það hefði verið frekar auðvelt að afstýra þessu máli ef hann hefði gripið í taumana fyrr.
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 17:13
Hvað var lögregluþjóninn að segja?
Í fréttum stöðvar 2 var talað við lögregluþjón sem virtist vera einhverskonar yfirmaður og hann lét þessi orð falla "Ef þú fylgist með hérna í nokkrar mínútur að það látum við verkin tala, hvað við þurfum að gera í þessu" Þetta virtist vera talsvert áður en slagsmálin hófust.
Maður svona veltir fyrir sér hvaða ákvörðun var búið að taka. Átti að ögra þar til uppúr syði og nota það síðan sem afsökun.
Íhuga að kæra lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar