Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2008 | 13:51
Að axla ábyrgð
Þetta er í annað skiptið sem fréttamaður frá Stöð 2 axlar ábyrgð á ummælum sínum. Ég held að margir, og þá ekki síst stjórnmálamenn, geti lært af Láru. Þarna urðu henni á mistök sem í sjálfu sér kostuðu ekkert en þegar ferjusmíði fer úr böndum, eignir ríkisins eru seldar, sonur Davíðs ráðinn í djobb, ráðherrar blogga út og suður, utanríkisráðherra gleymir allri gagnrýni og fellur í sama drullupyttinn og hún gagnrýndi o.s.frv. þá er engin ástæða til aðgerða.
Lára, þú ert meiri manneskja.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 13:57
Lögregluríkið Ísland
Mikill hiti í bílstjórum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 11:55
Þá er í fínu að halda áfram að hækka verðið, er það ekki?
Bensín dýrara í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 10:00
Höfundarréttur?????
Á tímum viðskipta með rafræna miðla þá verður sú spurning sífellt áleitnari hvernig farið verði með þessa miðla þegar fram í sækir. Ef við gefum okkur að ég kaupi lög eða "plötu" á rafrænan hátt, þ.e. með því að kaupa af netinu, og hlaði niður á harða diskinn á tölvunni minni. Í einhvern tíma þá get ég notið tónlistarinnar en svo kemur að því að einhver bilun verði og ekki verði hægt að bjarga þeim lögum sem ég hef keypt á þennan hátt. Í raun er ég búinn að greiða fyrir höfundarréttinn af þessum lögum og ætti því að geta sótt þau aftur án endurgjalds. Á sama hátt má gera ráð fyrir að ég eigi að geta skilað inn skemmdum geisladisk og fengið annan aftur og greitt einungis fyrir eitthvað lágt umsýslugjald.
Þetta á náttúrulega við um allt efni sem selt er á geisladiskum svo sem tónlist, bækur, leiki o.fl. þess háttar. Þeir einu sem hafa staðið sig í þessu eru hugbúnaðarframleiðendur en þar hefur verið hægt að fá hugbúnaðinn aftur án mikils aukakostnaðar ef frumdiskurinn skemmist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 15:49
Og hvað segja bændur nú!!!
Jæja þá er komið að því að sjá hvernig Samfylkingin bregst við. Ætla þeir að standa við stóru orðin eða koma þeir til með að svíkja loforðin. Umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra sáu til þess að þeir þyrftu ekki að taka á þessu máli með því að gefa út yfirlýsingar út og suður um sína skoðun.
Ég tel að Samfylkingin komi til með að hleypa þessu í gegn, annað hvort með vísun í einhver formsatriði eða með því að setja málið í hendur sveitarstjórna á svæðinu. Hvernig sem þeir fara að þá verður ljóst að stóru orðin frá síðasta kjörtímabili og í kosningabaráttunni voru ekkert nema ósannindi sögð til að lokka til sín þá sem voru á móti virkjunum.
Þjórsárvirkjanir hafa forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 13:09
Hvað sem það kostar!!!
Þorgerður Katrín segir að það skipti máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík. Eina sem hún á eftir að segja er Hvað sem það kostar. Sjálfstæðismenn eru búnir að eyða milljarði í borgarstjórastól Vilhjálms nú þegar og enginn veit hvað eftir á að kosta miklu til.
Í orði er Ólafur F. borgarstjóri en eins og sést hefur þá eru það Sjálfstæðismenn sem stjórna öllu. Borgarstjóri fær ekki að fara á fund borgarstjóra norðurlanda heldur er það Vilhjálmur sem fer. Borgarstjóri talar ekki við fjölmiðla heldur Gísli Marteinn. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki nein ítök í nefndum. Gísli Marteinn segir að flugvöllurinn verði fluttur. Það er augljóst að Ólafur F. er áhrifalaus og valdlaus borgarstjóri.
Það er gaman að fylgjast með upphlaupi Sjálfstæðismanna vegna ólátanna sem urðu á pöllum borgarstjórnar við valdaránið. Þeir töluðu um að menn hafi verið með skrílslæti. Greinilega eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma þegar Hanna Birna stóð grátandi í ræðustól borgarstjórnar og sagði að hún saknaði Björns Inga ekkert, og Sjálfstæðismenn komu upp einn af öðrum til að hella úr skálum reiði sinnar vegna meirihlutaskiptanna þá.
Já það er auðséð að minnisleysi hrjáir alla Sjálfstæðismenn ekki bara Gamla Gleymna Villa.
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 08:23
Hvað gera Sigurður Kári og Ingibjörg Sólrún???
Hvernig ætlar Ingibjörg Sólrún að svara sams konar ásökunum og urðu Birni Inga að falli? Það verður fróðlegt að sjá. Mig grunar að hún komi til með að svara með þögninni.
Síðan er það Tekinn þátturinn með Sigurði Kára þegar hann var að máta föt hjá Sævari Karli og fór gersamlega yfirum þegar hann var rukkaður fyrir fötin. Þessi hrekkur og viðbrögð Sigurðar Kára hafa fengið allt aðra merkingu eftir uppljóstranir síðustu daga.
Björn Ingi hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2008 | 11:59
Ögmundur og VG....æji barasta
Ögmundur Jónasson skrifar merkilega grein í Fréttablaðið í dag. Þar bendir hann á að ákvarðanir ráðherra og ríkisstjórnarinnar séu á ábyrgð beggja stjórnarflokka. Þetta þykir mér merkilegt í ljósi þess að fyrir síðustu kosningar hömruðu Vinstri grænir á því að Framsóknarflokkurinn hefði látið virkja á Kárahnjúkum og reisa álver fyrir austan. Sjaldan var þá minnst á ábyrgð samstarfsflokksins enda vonuðust VG til að geta orðið sá flokkur sem tæki við því hlutverki að vera "hækja Sjálfstæðisflokksins" eins og Framsóknarflokkurinn var gjarnan kallaður af VG. Nú er hins vegar annar flokkur kominn í stað Framsóknar og VG misstu af sætinu.
Það er því dálítið gaman að sjá VG snúa svona áliti sínu á málefnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 11:02
Ráðningar ráðherra
Það er enginn smávegis kjánahrollur sem hlýtur að fara um fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra þegar þeir hamast við að rökstyðja nýjustu embættisafglöp sín. Báðir draga fram atriði sem annaðhvort voru ekki auglýst eða voru hálfgert aukaatriði í starfsauglýsingum.
Fjármálaráðherra byrjaði þessa vitleysu alla með því að ráða son Davíðs Oddsonar sem héraðsdómara þvert ofan í ráðleggingar þeirra sem lögum samkvæmt eiga að gefa álit. Það sjá náttúrulega allir að þessi ráðning hans var ekkert annað en vinagreiði og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort þessi sonur Davíðs sé gersamlega ófær um að fá störf án þess að Flokkurinn hjálpi honum.
Iðnaðarráðherra réttlætir hins vegar aðra ráðninguna með því að í aðra stöðuna hafi hæfasti umsækjandinn verið ráðinn en þegar kemur að hinni ráðningunni þá er það allt í einu ekki markmið heldur eitthvað allt annað.
Síðan þessi ríkisstjórn hefur tekið við völdum þá hafa ráðherrar stundað skipulagðar pólitískar hreinsanir á embættismönnum. Utanríkisráðherra hefur t.d. skipt um stjórnarformann flugstöðvarinnar og deildarstjóra í ráðuneytinu en báðir voru framsóknarmenn og frægt var þegar heilbrigðisráðherra lagði niður nefnd og stofnaði nýja til að losna við Alfreð Þorsteinsson.
Kannski er kominn sá tími að pólitískar ráðningar verði stundaðar í öllu ríkisbatteríinu og menn verði ráðnir þar meðan viðkomandi ráðherra er við völd, við breytingar á ríkisstjórn þarf þá að skipta út öllum stjórnendum.
Annar finnst mér að þegar ráðið er í stjórnunarstöður eins og nú hefur verið þá eigi að vera hægt að kæra ráðninguna til gerðardóms, skipuðum af hæstarétti, sem tæki afstöðu til málsins. Ráðning tæki síðan gildi þegar dómurinn hefði fjallað um hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 14:10
Bjarni hefur beðist afsökunar - löngu áður en Árni fór fram á það
Það er dálítið skondið að lesa í öllum fjölmiðlum langa grein eftir Árna Sigfússon þar sem hann kvartar undan ummælum þeirra Atla Gíslasonar og Bjarna Harðarsonar um aðild sína að sölu eigna á varnarsvæðinu.
Eftir að Bjarna hafði verið bent á að Árni ætti ekki í félögum sem keyptu af Þróunarfélaginu, heldur er hann bara í stjórnum allra þessara félaga, fór hann í pontu Alþingis og leiðrétti ummæli sín.
Árni krefst leiðréttingar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar