Eru þetta allt saman glæpamenn?

Mann setur hljóðan og spurningarnar hrannast upp.

Innherjamál:
Viðskiptaráðherra hefur sagt að neyðarlögin hafi að mestu verið samin í vor og sumar. Menntamálaráðherra og hennar maður setja hlutabréfin (og skuldirnar?) í eignarhaldsfélag. Vissi hún eitthvað sem við hin vissum ekki? Ráðuneytisstjóri selur hlutabréf. Vissi hann eitthvað sem við vissum ekki?

Lygar ráherra:
Viðskiptaráðherra skrifar grein í ágúst um hversu flottir bankarnir séu þrátt fyrir að hafa allt sumarið verið á fundum um bankavandamál. Fólk heldur áfram að leggja inn í sjóði bankanna og kaupa hlutabréf. Forsætisráðherra lýgur hvenær sem honum hentar. Hann þarf að koma sér upp merkjakerfi hvenær hann segir satt og hvenær hann lýgur.

Aumingja ríku fjárfestarnir:
Þeir hafa hagnast á arði af fjárfestingum. Menntamálaráðherra á hesthús þar sem íburður er á milljónamæringaklassa, bújörð og svo líka húsið sitt (skuldlaust?). Þeir gátu unnt sér að hagnast á hlutabréfakaupum en vilja ekki borga fyrir hlutabréfin. Þetta eru svo mennirnir sem koma til með að sitja á móti skuldurum og segja þeim að þeir eigi að borga sínar skuldir.

Ég held að þessir menn eigi allir sem einn að greiða sínar skuldir að fullu, með verðtryggingu og vöxtum. Ef þeir geta það ekki þá verða þeir að gera eins og allir aðrir skuldarar - að verða gjaldþrota.


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 348

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband