Ótrúverðugt

Að formaður stéttarfélags skuli taka þátt í svona ákvarðanatöku er án fordæmis. Að samþykkja niðurfellingu ábyrgða á sukklánum er fáheyrt.

Það er ekki nema eitt sem Kaupþing getur gert í stöðunni. Fella niður allar ábyrgðir og veð á öllum útistandandi lánum. Þannig og aðeins þannig er komið jafnt fram við alla skuldara við bankann. Síðan hlýtur Kaupþing að endurgreiða öllum sem höfðu keypt hlutabréf þannig að allir hluthafar sitji við sama borð.

Það hlýtur að vera krafa félagsmanna í VR að formaður félagsins segi af sér. Trúnaðarbrestur hefur orðið milli hans og allra þeirra fjölmörgu VR félaga sem áttu innistæður í Kaupþing eða höfðu notað sparnaðinn í að fjárfesta í bankanum í góðri trú. Enda var formaður þeirra í stjórninni og því hlaut allt að vera í lagi.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er ekkert á móts við að veita þessi lán yfirhöfuð og afleiðing þeirrar röngu ákvörðunar.

Þessi ákvörðun einangruð virkaði örugglega rétt fyrir þeim, þegar hún var tekin, en röng þegar núverandi forsendur eru lagðar til grundvallar. Sérstaklega þegar haft er í huga að þeir voru með lögfræðilegt "samþykki" fyrir gerningnum.

Það er upphaflega ákvörðunin sem er fáránleg og ber að gagnrýna. Formaðurinn getur á engan hátt varið hana, hafi hann samþykkt hana.

Gestur Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 22:20

2 identicon

Heyrðu ég fékk lánað hjá ykkur fyrir happdrættismiða og málið er sko að það kom enginn vinningur á hann þannig að ég er alveg jafnblankur ertu ekki til í að fella bara skuldina mína við yður niður ok surrrreeeeee

Kjaftæði er þetta að verða

Látum þá standa við sitt gerum þá upp og á vanskilaskrá með þá því þetta mega ekki verða einhverjir séra Jónar hér

Verjum Lýðræðið 

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 317

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband