Sorrý Geir. Ég trúi þér ekki

Geir H Haarde hefur frá því áður en þessi margfræga kreppa hófst margsinnis logið að okkur. Hann laug þegar hann fundaði um stöðu bankanna, hann laug um fundarefni Björgólfsfundanna, hann laug um ósætti með Davíð......... Hann hefur bara svo oft logið að það er ekki ástæða til að trúa honum.

Dýralæknirinn sagði í dag að það væru eftir svo fáir menn með sérþekkingu á bankakerfinu að erfitt væri að manna bankastjórnir. Að vísu orðaði hann þetta mikið glæsilegar en orðrétt sagði hann: "Það þrengir auðvitað nokkuð kost þeirra sem velja í bankaráðin að þeir sem hafa þekkingu á bankamálum hafa almennt starfað eða komið að einhverju leyti nálægt gömlu bönkunum og því þarf að vanda valið þegar valdir eru fulltrúar í bankaráði" Sennilega er hann að segja þarna að einungis verði valdir dýralæknar af sjálfstæðismannakyni.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Jónas Yngvi !  ertu minni máttar?  Ekki tala niður til manna, "Dýralæknirinn"

Segja minna "ljúga" er stundum eina leiðin til að missa ekki málið úr böndum.  Hverju viltu trúa?  Geir talar frekar ákveðið og ég skil orð hans og merki að núna sé hann búinn að missa þolinmæðina gagnvart þessu Evrópubandalagshyski.

Ég verð frekar þver og fúll þagar fólk/menn tala niður til fólks með frösum líkt og  "Dýralæknirinn" eða "flugfreyjan"

Guðmundur Jóhannsson, 6.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband