Hverjir eiga að segja af sér?

Þegar efnahagsástandið er skoðað þá eru þeir margir sem heimta afsögn hinna og þessa. Ég er hérna með ófullkominn lista yfir þá einstaklinga sem mér finnst eigi að segja af sér vegna ástandsins.

  • Guðni Ágústsson - var í þeim ríkisstjórnum sem tóku ákvarðanirnar.
  • Valgerður Sverrisdóttir - sama ástæða og Guðni, fyrrum viðskiptaráðherra
  • Geir H. Haarde - ráðherra fjármála í síðustu ríkisstjórnum, forsætisráðherra
  • Árni M. Matthísen - fjármálaráðherra - klúðraði málum við breta, innherji í sparisjóðum
  • Björn Bjarnason - sama og Guðni
  • Þorgerður K. Guðnnarsdóttir - innherji í Kaupþing, fundaði um Kaupþing í ríkisstjórn 
  • Björgvin G. Sigurðsson - viðskiptaráðherra, þagði yfir því þegar ráðuneytisstjóri laug um hlutafé
  • Össur Skarphéðinsson - hefur bloggað meira og verr en Bjarni Harðar. Búinn að snúast í marga hringi síðustu vikur.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - hefur ekki stjórn á sínum mönnum
  • aðrir fyrrverandi og núverandi ráðherrar á þingi
  • stjórn og bankaráð Seðlabanka Íslands
  • stjórn og yfirmenn fjármálaeftirlitsins
  • ráðuneytisstjórar fjármála- forsætis- og viðskiptaráðuneytis
  • og ábyggilega einhverjir aðrir

Þessir menn eiga ríkan þátt í þeirri stöðu sem þjóðin er í, sumir með beinum hætti en aðrir með aðgerðarleysi. Þessir menn settu reglurnar og áttu að fylgjast með að eftir þeim væri farið.

Ef búið var að semja neyðarlögin sl. vor þá vissu menn í hvað stefndi. Því er það ljóst að meðan ráðamenn sváfu milli þess sem þeir skrifuðu greinar þar sem útrásin var dásömuð sukkum við almenningur dýpra og dýpra í skuldafen útrásarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 300

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband