Ný Framsókn

Það fór að lokum svo að Frí amsóknarflokkurinn varð fyrsti flokkurinn til að taka til í eigin ranni eftir fall "Gamla Íslands". Nú er svo komið að engir af fyrrum ráðherrum flokksins eru í stjórnunarstöðu innan flokksins, þar er einungis ungt fólk sem ber enga ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í tíð fyrri ríkisstjórna. Valgerður Sverrisdóttir hafði til þess dug og þor að bjóða sig ekki fram til formanns með þeim orðum að hún væri of tengd bankamálinu til að hún væri raunhæfur kostur sem formaður.

Nú er bara að bíða og sjá hvort hinir flokkarnir hafi kjark og þor til að bregðast við á sömu leið og Framsóknarflokkurinn. Ég hef hins vegar enga trú á að svo verði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn of valdspilltur til að sjá að þingmenn og ráðherrar flokksins hafi gert nokkuð rangt. Forsætisráðherra hefur orðið margoft uppvís að því að ljúga að þjóðinni í fréttaviðtölum, lygar sem var óþarfi fyrir hann að segja. Hann er of mikið flæktur í bankahrunið til að geta skoðað málið hlutlaust. Fjármálaráðherra er blindur á eigin gerðir og sér ekki hvað hann hefur gert rangt í neinu máli. Það eru allir aðrir sem eru vitlausir, hann er sá eini sem veit hvernig á að gera hlutina. Ég slæ því hér fram að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki til með að þora í prófkjör fyrir næstu kosningar.

Samfylkingin er hins vegar búin að afhjúpa sig í sínu fyrsta stjórnarsamstarfi. Flokkurinn er sundurlaus hópur sem talar út og suður um málefnin. Ráðherrar virðast ekki geta sett sig inn í þau mál sem heyrir undir þeirra málaflokk. Eina sem virðist komast að hjá Samfylkingunni er að ná völdum, hanga á þeim eins lengi og hægt er, selja allar sínar hugsjónir til að halda völdum og að lokum koma sínum mönnum á rétta staði í kerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 318

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband