Færsluflokkur: Bloggar

Velkominn í hópinn Geir

Geir H. Haarde fannst sér ógnað í dag af almenningi. Daglega finnst almenningi Geir H. Haarde ógna sér. Hann hefur staðið í framvarðarlínu þeirra sem afhentu glæpamönnum bankana. Hann var fremstur í flokki þeirra sem afneituðu ástandinu og héldu ræður um hversu vel bankarnir stæðu. Hann samþykkti fyrir hönd allra íslendinga að greiða skuldir óreiðumanna og gerði okkur þar með að skuldugustu þjóð í heimi. Hann hefur stuðlað að því að lánin okkar hækka. Hann ber ábyrgð á hækkandi vöruverði.

Mér finnst mér ógnað af Geir H. Haarde á hverjum degi.


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdstjórnin

Það er eiginlega aðeins eitt orð sem lýsir þeirri ríkisstjórn sem er nú við völd. Valdstjórn. Það er meira að segja þannig að Björn Bjarnason er farinn að nota það í tíma og ótíma. Þessi ríkisstjórn ríkir í krafti atkvæða sem greidd voru í miklu góðæri. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti að engum væri betur treystandi fyrir efnahagsmálum en þeim og Samfylkingin sagðist vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Báðir voru síðan sammála um að kosningarnar snerust ekki um inngöngu í ESB.

Mánaðarmótin sept - okt 2008 hrundu síðan allar forsendur fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar. Það má eiginlega segja að á þeim tímapunkti hafi hún tekið völdin, hætt að vera ríkisstjórn og orðið valdsstjórn. Enda er nú svo komið að ráðherrar þora ekki að ganga meðal almennings án lífvarða og hlaupa um í neðanjarðargöngum á flótta undan þeim sem greiddu þeim atkvæði á sínum tíma. Aðgerðarleysi þessarar ríkisstjórnar hafa leitt hrun yfir þjóðina, bæði þá sem kusu þessa flokka og eins okkur hin. Verð á nauðsynjavörum hækkar upp úr öllu valdi, vöruskortur er í verslunum, skuldir og afborganir hækka og Valdsstjórnin talar bara um að það þurfi nú að fara að gera eitthvað. Á sama tíma tilkynnir sýslumaðurinn á Selfossi að handtaka eigi skuldara. Hann er búinn að persónugera ástandið.

Það er kominn tími til að valdaræningjarnir í Valdstjórninni víki og boði til kosninga svo hægt verði að koma að réttkjörnum fulltrúum.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg.

Lögregla er farin að beita kylfum á mótmælendur. Hverju á það á áorka öðru en meiri hörku í mótmælum. Það er löngu þekkt að menn láta hart mæta hörðu. Lögreglan notað það sem afsökun á framferði sínu að hent hafi verið í þá grjóti en það er samt engin afsökun fyrir því að berja fólk með kylfum í höfuðið eða að handleggsbrjóta það.

Síðan eru ráðherrar fluttir í gegnum leyniganga frá "lýðnum". Af hverju þora þeir ekki að mæta atkvæðunum og ræða við þau. Kannski er það vegna þess að forsætisráðherra og hans slekti veit loks uppá sig sökina. Ég held að þetta lið ætti að segja af sér hið snarasta.

Nú er ég ekki hrifinn af ofbeldi en því miður virðist ofbeldi vera það eina sem ráðherrar og þingmenn skilja. Menntamálaráðherra tjáir sig oftast þegar hún verður fyrir truflun vegna mótmæla og þá hefur hún áhyggjur af ástandinu, annars segir hún ekkert.

Æji, kannski eru þessi læti eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Framsókn

Það fór að lokum svo að Frí amsóknarflokkurinn varð fyrsti flokkurinn til að taka til í eigin ranni eftir fall "Gamla Íslands". Nú er svo komið að engir af fyrrum ráðherrum flokksins eru í stjórnunarstöðu innan flokksins, þar er einungis ungt fólk sem ber enga ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í tíð fyrri ríkisstjórna. Valgerður Sverrisdóttir hafði til þess dug og þor að bjóða sig ekki fram til formanns með þeim orðum að hún væri of tengd bankamálinu til að hún væri raunhæfur kostur sem formaður.

Nú er bara að bíða og sjá hvort hinir flokkarnir hafi kjark og þor til að bregðast við á sömu leið og Framsóknarflokkurinn. Ég hef hins vegar enga trú á að svo verði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn of valdspilltur til að sjá að þingmenn og ráðherrar flokksins hafi gert nokkuð rangt. Forsætisráðherra hefur orðið margoft uppvís að því að ljúga að þjóðinni í fréttaviðtölum, lygar sem var óþarfi fyrir hann að segja. Hann er of mikið flæktur í bankahrunið til að geta skoðað málið hlutlaust. Fjármálaráðherra er blindur á eigin gerðir og sér ekki hvað hann hefur gert rangt í neinu máli. Það eru allir aðrir sem eru vitlausir, hann er sá eini sem veit hvernig á að gera hlutina. Ég slæ því hér fram að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki til með að þora í prófkjör fyrir næstu kosningar.

Samfylkingin er hins vegar búin að afhjúpa sig í sínu fyrsta stjórnarsamstarfi. Flokkurinn er sundurlaus hópur sem talar út og suður um málefnin. Ráðherrar virðast ekki geta sett sig inn í þau mál sem heyrir undir þeirra málaflokk. Eina sem virðist komast að hjá Samfylkingunni er að ná völdum, hanga á þeim eins lengi og hægt er, selja allar sínar hugsjónir til að halda völdum og að lokum koma sínum mönnum á rétta staði í kerfinu.


Hvað hefði fólk sagt ?????

Ætli menn hefðu svo sem sagt meira um að "eyða" í lögsókn gegn Bretum heldur en sagt var um þá eyðslu þegar hundraðamilljónum var eytt í kosningabaráttu vegna Öryggisráðsins.


mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann mætir ekki

Dómsmálaráðherra er ekki maður sem talar við lýðinn. Hans aðferð er að skrifa á heimasíðuna sína og við hin eigum síðan bara að lesa það sem hans hágöfgi skrifar, gagnrýnilaust. Dómsmálaráðherra er dæmi um stjórnmálamann sem finnst hann vera hafinn yfir gagnrýni og að þurfa að lítillækka sig við samskipti við alþýðu manna. Því miður hefur draumar hans orðið til þess að Ísland er á leiðinni með að verða að litlu lögregluríki. Væri t.d. ekki nær að nota fjármuni til að efla almenna löggæslu frekar en að stofna leynilögreglu (greiningadeild) og eyða stórfé í víkingasveit. Ef lögreglan hefði fleiri Geirjóna (Jóngeira) í stað Gasmanna þá væri ástand við mótmæli ekki eins slæmt og það stundum vill verða.
mbl.is Birni boðið í pallborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að byrja hjá sjálfum sér?

Góðar tillögur hjá VG en það hefði verið gott að líta sér nær. Hér koma nokkrar sparnaðartillögur í viðbót:

  • Breyta eftirlaunakjörum þingmanna og ráðherra til samræmis við eftirlaun almennra launþega
  • Leggja niður stöður aðstoðarmanna þingmanna og ráðherra
  • Setja lög um ráðningar til ráðuneyta sem eru utan skipulags (fjölmiðlafulltrúar o.fl.)
  • Leggja a dagpeningagreiðslur vegna maka þingmanna og ráðherra
  • Láta þingmenn og ráðherra falla undir sömu lög og aðra launþega þegar kemur að greiðslum vegna starfstengds kostnaðar
  • Breyta biðlaunareglum þingmanna og ráðherra til samræmis við venjulega launþega
  • Loka nokkrum sendiráðum (t.d. 10)

mbl.is Vinstri grænir kynna þrjú frumvörp um skattabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að kasta í Alþingi - aðrar hugmyndir

Friðsamleg mótmæli eru af hinu góða. Mér finnst hins vegar tími til kominn að menn hætti að kasta eggjum í alþingishúsið. Miklu nær væri að kasta í aðrar byggingar svo sem 101 Hótel við Hverfisgötu, en það hótel er í eigu Jóns Ásgeirs eða húsið sem Björgólfur keypti í Hljómskálagarðinum.

Þegar Alþingi er útbíað í eggjum þá fellur kostnaðurinn á okkur en þegar Útrásarglæpamennirnir þurfa að hreinsa þá borga þeir sjálfir.


mbl.is Austurvöllur fyrr og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollar, norsk króna, íslensk króna eða evra???

Lengi vel var Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem var raunverulegur miðjuflokkur. Í flokknum rúmuðust skoðanir sem lágu á vinstri vængnum alveg yfir í skoðanir á hægri vængnum. Þannig var jafnvægisstefnan sem hafnaði öfum vinstri og hægri sú stefna sem hægt var að sameinast um.  Í fjölda ára var því sagt að Framsóknarflokkurinn væri opinn í báða enda. Nú eru hugtökin vinstri og hægri að mestu horfin úr hinu pólitíska litrófi og hafa sumir flokkar endurskilgreint sig og fengu ný  nöfn og kennitölur. Úr þessari endurskilgreiningu urðu til Vinstri grænir og Samfylkingin. Vinstri grænir mundu eftir að til var hópur manna sem var á móti því að virkja og skilgreindu sig þar en að öðru leyti vilja þeir vera rétt vinstra megin við miðju. Samfylkingin ákvað hins vegar að skilgreina sig sem miðjuflokk og leggja um leið áherslu á inngöngu í EB. 

Framsóknarflokkurinn stendur nú á krossgötum. Núna er uppi hávær umræða um að flokkurinn eigi að taka afstöðu með inngöngu í EB. Fyrir nokkrum árum samþykkti flokkurinn að við ættum að skoða vandlega hvað innganga í EB myndi kosta okkur og hvað gera þurfi. Gallinn við þessa umræðu er að öll hugsun um EB virðist fyrst og fremst snúast um trú frekar en skynsemi. Menn skoða lítið hvað unnið sé með því fyrir litla eyþjóð að ganga í EB. Jú það er bent á að við fáum 3 fulltrúa í Evrópuþinginu. Hætt er við að það verði frekar hjáróma rödd sem komi frá þessari smáu eyþjóð. En hvað með þau mál sem skipta okkur máli? Hvað verður um landbúnaðinn? Hvað verður um auðlindirnar? Hvað verður um okkur?

Ef eyjan Ísland gengur í EB og ef landbúnaður leggst hér af, eins og ýmsar svartsýnisraddir hafa bent á, hvernig stöndum við þá ef ekki verður hægt að flytja inn ýmsar nauðsynjar, t.d. vegna styrjalda. Við vorum minnt á það í upphafi kreppunnar að það er auðvelt að einangra landið. Af hverju eigum við að ganga í bandalag með Englandi sem hefur orðið okkar mesti skaðvaldur á síðustu árum (utan við Davíð). 

Ég held að við eigum að draga djúpt andann og skoða hverjir okkar möguleikar séu. Sem dæmi má nefna að engar formlegar viðræður hafa farið fram við Norðmenn um stuðning þeirra við okkur. Hvort sem við tökum upp norska krónu eða okkar króna verði studd af þeirra. Annar gjaldmiðill sem kemur til greina er bandaríkjadalur en það virðist hver sem er geta notað þann gjaldmiðil án þess að til komi einhverjar flóknar fyrirskipanir eða reglur.

Ég held að Framsóknarflokkurinn eigi að benda á þessar leiðir og vera þá eini flokkurinn sem vill skoða leiðir en ekki gera eins og Samfylking sem sér ekkert annað en evru eða VG sem er á móti (eins og vanalega). 


Hvað verður um Framsóknarflokkinn?

Fyrir mörgum árum gerðist ég framsóknarmaður. Talsvert síðar gekk ég í flokkinn. Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast framsóknarmaður þá var flokkurinn miðjuflokkur sem lagði áherslu á fjölskylduna og það að vinna saman. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og flokkurinn, eða réttara sagt fyrrum formaður hans leiddi þennan flokk langt frá sinni stefnu.

Núna ætla ég að bíða og sjá. Verður Framsóknarflokkurinn aftur eins og hann var eða breytist hann kannski í lítinn Samfylkingarflokk. Minn flokkur kemur til með að vera miðjuflokkur sem hugsar um fjölskylduna. Minn flokkur kemur ekki til með að styðja styrjaldir. Minn flokkur kemur ekki til með að stara á eina EB lausn sem sannleika heldur að vega og meta kosti og galla margra lausna. Minn flokkur kemur til með að greiða götu "litla mannsins" í þjóðfélaginu. Minn flokkur kemur til með að veita áfram "ókeypis" heilbrigðisþjónustu. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan iðnað. Minn flokkur kemur til með að styðja Íslenskan landbúnað. Þetta eru helstu atriði sem ég gat komið með svona í fljótheitum.

Núna bíð ég eftir að sjá til hvað flokkurinn minn gerir. Verður hann aftur að flokknum mínum eða þarf ég að fara að skoða aðrar leiðir.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jónas Yngvi Ásgrímsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson

er framsóknarmaður búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur skoðanir á málefnum sveitarinnar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband