24.1.2008 | 08:23
Hvað gera Sigurður Kári og Ingibjörg Sólrún???
Hvernig ætlar Ingibjörg Sólrún að svara sams konar ásökunum og urðu Birni Inga að falli? Það verður fróðlegt að sjá. Mig grunar að hún komi til með að svara með þögninni.
Síðan er það Tekinn þátturinn með Sigurði Kára þegar hann var að máta föt hjá Sævari Karli og fór gersamlega yfirum þegar hann var rukkaður fyrir fötin. Þessi hrekkur og viðbrögð Sigurðar Kára hafa fengið allt aðra merkingu eftir uppljóstranir síðustu daga.
![]() |
Björn Ingi hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2008 | 11:59
Ögmundur og VG....æji barasta
Ögmundur Jónasson skrifar merkilega grein í Fréttablaðið í dag. Þar bendir hann á að ákvarðanir ráðherra og ríkisstjórnarinnar séu á ábyrgð beggja stjórnarflokka. Þetta þykir mér merkilegt í ljósi þess að fyrir síðustu kosningar hömruðu Vinstri grænir á því að Framsóknarflokkurinn hefði látið virkja á Kárahnjúkum og reisa álver fyrir austan. Sjaldan var þá minnst á ábyrgð samstarfsflokksins enda vonuðust VG til að geta orðið sá flokkur sem tæki við því hlutverki að vera "hækja Sjálfstæðisflokksins" eins og Framsóknarflokkurinn var gjarnan kallaður af VG. Nú er hins vegar annar flokkur kominn í stað Framsóknar og VG misstu af sætinu.
Það er því dálítið gaman að sjá VG snúa svona áliti sínu á málefnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 11:02
Ráðningar ráðherra
Það er enginn smávegis kjánahrollur sem hlýtur að fara um fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra þegar þeir hamast við að rökstyðja nýjustu embættisafglöp sín. Báðir draga fram atriði sem annaðhvort voru ekki auglýst eða voru hálfgert aukaatriði í starfsauglýsingum.
Fjármálaráðherra byrjaði þessa vitleysu alla með því að ráða son Davíðs Oddsonar sem héraðsdómara þvert ofan í ráðleggingar þeirra sem lögum samkvæmt eiga að gefa álit. Það sjá náttúrulega allir að þessi ráðning hans var ekkert annað en vinagreiði og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort þessi sonur Davíðs sé gersamlega ófær um að fá störf án þess að Flokkurinn hjálpi honum.
Iðnaðarráðherra réttlætir hins vegar aðra ráðninguna með því að í aðra stöðuna hafi hæfasti umsækjandinn verið ráðinn en þegar kemur að hinni ráðningunni þá er það allt í einu ekki markmið heldur eitthvað allt annað.
Síðan þessi ríkisstjórn hefur tekið við völdum þá hafa ráðherrar stundað skipulagðar pólitískar hreinsanir á embættismönnum. Utanríkisráðherra hefur t.d. skipt um stjórnarformann flugstöðvarinnar og deildarstjóra í ráðuneytinu en báðir voru framsóknarmenn og frægt var þegar heilbrigðisráðherra lagði niður nefnd og stofnaði nýja til að losna við Alfreð Þorsteinsson.
Kannski er kominn sá tími að pólitískar ráðningar verði stundaðar í öllu ríkisbatteríinu og menn verði ráðnir þar meðan viðkomandi ráðherra er við völd, við breytingar á ríkisstjórn þarf þá að skipta út öllum stjórnendum.
Annar finnst mér að þegar ráðið er í stjórnunarstöður eins og nú hefur verið þá eigi að vera hægt að kæra ráðninguna til gerðardóms, skipuðum af hæstarétti, sem tæki afstöðu til málsins. Ráðning tæki síðan gildi þegar dómurinn hefði fjallað um hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 14:10
Bjarni hefur beðist afsökunar - löngu áður en Árni fór fram á það
Það er dálítið skondið að lesa í öllum fjölmiðlum langa grein eftir Árna Sigfússon þar sem hann kvartar undan ummælum þeirra Atla Gíslasonar og Bjarna Harðarsonar um aðild sína að sölu eigna á varnarsvæðinu.
Eftir að Bjarna hafði verið bent á að Árni ætti ekki í félögum sem keyptu af Þróunarfélaginu, heldur er hann bara í stjórnum allra þessara félaga, fór hann í pontu Alþingis og leiðrétti ummæli sín.
![]() |
Árni krefst leiðréttingar á ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 13:35
Útvarp Suðurland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 10:52
Aukin skattheimta Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur bent á þá staðreynd að afkoma sveitarfélagsins hefur batnað töluvert milli áranna 2005 og 2006. Hann hefur hins vegar ekki látið þess getið hvernig þessi bætta staða kom til.
Árið 2005 voru íbúar sveitarfélagsins 521 en 527 árið 2006. Á árinu 2005 voru tekjur sveitarfélagsins 495 þús. á hvern íbúa en árið 2006 voru tekjurnar tæp 604 þús. á hvern íbúa. Tekjurnar aukast sem sagt 109 þús. (eða 22%) milli þessara tveggja ára.
Það er ekki mikið mál að skila betri afkomu ef skattarnir eru bara hækkaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 15:55
Leikskólamál - "þetta reddast"
Þann 22.11. var haldinn fundur í skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps um leikskólamál. Í fundarboði var kynnt að fjallað yrði um starfsmannamál, skólaakstur, reikninga fyrir leikskólavistun og fjárhagsáætlun auk annarra mála.
Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar lá það fyrir að meirihluti sveitarstjórnar vildi flytja allt leikskólastarf í Brautarholt. Til að koma til móts við foreldra ákvað meirihlutinn að standa við loforð um skólaakstur fyrir nemendur leikskólans. Þann 3. september 2007 hófst aksturinn samkvæmt ákvörðun skólanefndar frá 26. júní 2007. Núna rúmlega tveim mánuðum síðar er komin uppgjöf í liðið. Á fundinum kom fram að starfsmenn leikskólans treysta sér ekki til að halda þessu starfi áfram. Sá starfsmaður sem tók að sér að fylgja börnunum í skólabílnum vill hætta því starfi og það var að heyra á leikskólastjóra og fulltrúa starfsfólks að þessu fylgdi mikil vinna fyrir starfsfólk og auk þess var kvartað yfir því hvað samskipti við foreldra væru lítil. Einnig var bent á að kostnaður við þennan akstur væri mjög mikill. Ég benti á að þetta væru allt gamlar fréttir. E-listinn hefði bent á öll þessi atriði fyrir kosningar. Þá var hins vegar annað hljóð í mönnum, sveitarstjórnarmönnum sem og öðrum sem sátu á listum A og L-lista. Þeirra orðatiltæki var einfaldlega "þetta reddast". Nú er sem sagt komið að enn einni reddingunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 11:23
Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekki samstíga
Í haust kom Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fram á forsíður dagblaðanna með þær yfirlýsingar að nú ætti að bæta hag lántakanda íbúðarlána með niðurfellingu stimpilgjalda af lánunum. Þessar yfirlýsingar ráðherra rötuðu á forsíður flestra blaða nokkra daga í röð með alls konar greinarskrifum og úttektum á ágæti þessarar aðgerðar hans. Í 24 stundum fimmtudaginn 8. nóv. var hins vegar lítil frétt á síðu 6, frétt sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun eða fyrirsagnir. Fréttin er svo stutt að ég nenni að skrifa hana upp hér á eftir:
"Stimpilgjöldin innheimt áfram Stimpilgjöld af lánum verða ekki afnumin á næsta ári. Ríkisstjórnin hyggst fella þau niður þegar aðstæður á fasteignamarkaði gefa tilefni til. Vaxtahækkanir banka og ákvörðun Kaupþings um að stöðva framsal íbúðarlána breytir ekki forgangsröðun fjármálaráðherra. Hvort stimpilgjöldin hverfa á þarnæsta ári eða rétt fyrir næstu kosningar gæti skýrst í vor"
Svo mörg voru þau orð. Það er dálítið forvitnilegt til að hugsa að svona misvísandi yfirlýsingar ráðherra í síðustu ríkisstjórn hefðu líklega orðið til þess að einhver fjölmiðillinn hefði rokið upp og slegið því upp á forsíðu að menn væru ekki sammála.
Eftir stendur samt sem áður að viðskiptaráðherra er greinilega full fljótur á sér þegar kemur að því að slá sig til riddara. Eða virkar stjórnarsamstarfið kannski þannig að Samfylkingin er eins og krakki að gaspra um menn og málefni og síðan kemur hinn ábyrgi Sjálfstæðisflokkur og tuktar krakkann og leiðréttir delluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 11:21
BT okurlánin
Þá er BT bæklingurinn loks kominn í hús. Og þvílík tilboð maður!!!! En ekki er allt sem sýnist. Þegar BT lánin eru reiknuð þá kemur ýmislegt í ljós.
Toshiba fartölva er á 99.999 en sé tekið BT lán til 59 mánaða (næstum 5 ár) kostar tölvan 186.558 (3.162 * 59) hækkun er rúm 86%, og þetta heldur áfram.
Sony sjónvarp er á 179.999 en sama BT lánið hækkar verðmiðann í kr. 295.826 60% hækkun.
Canon myndavél á 89.999 hækkar í 156.350 sé hún tekin á láni 57% hækkun
Þeir eru áræðanlega margir sem láta glepjast af lágri mánaðarupphæð en reikna ekki út endanlegt verð hlutarins. Til að sannreyna að ég hefði rétt fyrir mér þá hringdi ég í 550 4444 sem er uppgefið símanúmer BT og spurði hvort þetta væri ekki rétt reiknað hjá mér og staðfesti starfsmaður BT það.
Neytendur verða að vara sig á kostakjörum verslana því oft getur verið að þau verði að ókostakjörum.
16.9.2007 | 00:10
Gítarsmíði
Ég hef undanfarin kvöld aðeins dundað við að aðstoða mág minn við að smíða gítar. Þetta er náttúrulega vandasöm nákvæmnisvinna og bara skemmtilegt að dunda við. Jonni mágur hefur smíðað nokkra gítara um dagana og er núna að vinna í einum sem er afmælisgjöf til bróður hans.
Í dag var réttað í Reykjaréttum í tveggja stiga hita og slyddu. Undir kvöld var hins vegar komin snjókoma og krakkarnir gölluðu sig upp til að fara í snjókast. Veturinn kemur snemma í ár. Hins vegar höfðu bændur það á orði að snjókoma snemma að hausti kallaðist haustkálfur og þetta táknaði einfaldlega að við ættum von á góðu hausti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar