30.4.2008 | 13:11
Eru sjálfstæðismenn að rústa heilbrigðiskerfinu?
Nú er sjálfstæðismönnum loks að takast að rústa heilbrigðiskerfinu með aðstoð Samfylkingarinnar. Heilbrigðisráðherra hefur líka lagt á flótta. Í gær sagði hann stefnuna ekki vera sér að kenna heldur væri þarna verið að vinna skv. ákvörðunum stjórnenda spítalans. Þetta eru svo sem þekkt viðbrögð sjálfstæðismanna, að kenna öðrum um eigið klúður. Heilbrigðisráðherra hefur, þetta tæpa ár sem hann hefur verið við völd, lítið gert annað en að klúðra málum. Það hefði verið frekar auðvelt að afstýra þessu máli ef hann hefði gripið í taumana fyrr.
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 17:13
Hvað var lögregluþjóninn að segja?
Í fréttum stöðvar 2 var talað við lögregluþjón sem virtist vera einhverskonar yfirmaður og hann lét þessi orð falla "Ef þú fylgist með hérna í nokkrar mínútur að það látum við verkin tala, hvað við þurfum að gera í þessu" Þetta virtist vera talsvert áður en slagsmálin hófust.
Maður svona veltir fyrir sér hvaða ákvörðun var búið að taka. Átti að ögra þar til uppúr syði og nota það síðan sem afsökun.
![]() |
Íhuga að kæra lögregluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.4.2008 | 13:51
Að axla ábyrgð
Þetta er í annað skiptið sem fréttamaður frá Stöð 2 axlar ábyrgð á ummælum sínum. Ég held að margir, og þá ekki síst stjórnmálamenn, geti lært af Láru. Þarna urðu henni á mistök sem í sjálfu sér kostuðu ekkert en þegar ferjusmíði fer úr böndum, eignir ríkisins eru seldar, sonur Davíðs ráðinn í djobb, ráðherrar blogga út og suður, utanríkisráðherra gleymir allri gagnrýni og fellur í sama drullupyttinn og hún gagnrýndi o.s.frv. þá er engin ástæða til aðgerða.
Lára, þú ert meiri manneskja.
![]() |
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 13:57
Lögregluríkið Ísland
![]() |
Mikill hiti í bílstjórum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 11:55
Þá er í fínu að halda áfram að hækka verðið, er það ekki?
![]() |
Bensín dýrara í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 11:39
Málþing um skólastefnu!
Í sveitarfélaginu mínu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur sveitarstjórnin ákveðið að halda málþing um skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þetta málþing er haldið án þess að hafa skólanefnd með í ráðum, í raun var skólanefnd einungis tilkynnt að þessi ráðstefna ætti að fara fram.
Þegar dagskrá málþingsins er skoðuð þá fer ekki milli mála að þarna eiga stjórnendur stofnana að mata þá sem þátt taka á áhersluatriðum og síðan á ráðstefnan að skila þeirri niðurstöðu sem hentar. Þetta sést á því að skólastjóri og leikskólastjóri fá sinn hvorn hálftímann í framsögu ásamt með korteri frá tónlistarskóla en hins vegar er gert ráð fyrir að hópavinna hefist kl. 12:30 og kl. 13:30 verða niðurstöður hópa kynntar.
Annað sem ég tók eftir við lestur auglýsingarinnar er að ekki er gert ráð fyrir að fjallað verði um skólastefnu elstu bekkja. Því hagar nefnilega þannig til að Skeiða- og Gnúpverjahreppur kaupir þjónustu af Hrunamannahrepp við kennslu 8 - 10 bekks en ekki er gert ráð fyrir aðkomu Hrunamanna að þessu málþingi.
Annað atriði sem vekur furðu er að ekki er gert ráð fyrir að fjalla um flutning alls skólastarfs að Flúðum. Fyrir liggur að viðhald skólahúsnæðis er talsvert og einnig er komin fram þrýstingur á að byggt verði við skólann íþróttahús og einnig þarf að laga sundlaug til að hún sé kennsluhæf. Það sjónarmið hefur fengið meiri og meiri útbreiðslu að frekar ætti Skeiða- og Gnúpverjahreppur að verja peningum til stækkunar skólans á Flúðum í samvinnu við Hrunamenn og flytja allt skólahald að Flúðum. Það liggur fyrir að áhugi er meðal Hrunamanna um aukið samstarf.
Að lokum er það eitt atriði sem mig langar að benda á en það er að þann 06. mars, tveim dögum fyrir fyrirhugað málþing, var haldin kynningafundur um sameiginlega framtíðarsýn um skólastarf á vegum SÍS en Skeiða- og Gnúpverjahreppur taldi ekki þörf á að senda mann þangað. Það hefði sennilega verið snjallt að senda einhvern til að kynna sér þetta mál og koma með þær áherslur sem þar kæmu frá á málþinginu.
28.2.2008 | 14:03
Þriggja punkta belti ........ eða ekki
Í sunnlensku fréttablöðunum hefur undanfarið verið fjallað um þá framsýni sem fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson hefur með því að láta setja þriggja punkta belti í allar rútur fyrirtækisins. Þessi umfjöllun kemur í kjölfar þess að sveitarfélagið Ölfus gerði samning við fyrirtækið varðandi skólaakstur en ein af kvöðum sveitarfélagsins var einmitt að allir bílar sem væru í skólaakstri væru með þriggja punkta belti. Þetta hefur verið draumur nokkurra skólanefndarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem ekki hefur enn ræst. Samt sem áður kemur sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps með afskaplega einkennilega fullyrðingu í Dagskránni 28. feb. en þar er haft eftir honum að krafa um þriggja punkta belti sé búin að vera uppi í á annað skólaár um leið og hann fagnar því að fleiri feti í fótspor okkar við að bæta öryggi í bílum.
Í sjálfu sér segir sveitarstjórinn ekkert ósatt í þessari grein það er bara það sem hann segir ekki sem er athyglisvert. Það er rétt að fyrir skólaárið 2006-2007 samþykkti skólanefnd þá kvöð að allir þeir sem sæktu um skólaakstur yrðu að vera með þriggja punkta belti í bílunum sínum. Þetta má sjá í fundargerð skólanefndar frá 05.07.2006. Það er skemmst frá að segja að þegar samningar voru gerðir við bílstjóra varðandi skólaakstur fyrir þennan vetur þá var veitt undanþága frá þessari reglu þannig að ekki var hún í gildi veturinn 2006-2007. Næst var látið á þetta reyna veturinn 2007-2008, núverandi vetur. Þetta fór svo sem þokkalega af stað en fljótlega breyttust forsendur skólaaksturs og því veittu sveitarstjóri og formaður skólanefndar undanþágu frá þriggja punkta reglunni. Á fundi skólanefndar á þessu ári, þeim eina sem haldinn hefur verið, var aftur samþykkt undanþága frá reglunni.
Ég get því ekki tekið undir orð sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að fleiri feti í fótspor okkar, ég hvet menn frekar til að taka ákvarðanir um öryggismál og standa við þær, eins og sveitarstjórn Ölfus hefur gert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 10:00
Höfundarréttur?????
Á tímum viðskipta með rafræna miðla þá verður sú spurning sífellt áleitnari hvernig farið verði með þessa miðla þegar fram í sækir. Ef við gefum okkur að ég kaupi lög eða "plötu" á rafrænan hátt, þ.e. með því að kaupa af netinu, og hlaði niður á harða diskinn á tölvunni minni. Í einhvern tíma þá get ég notið tónlistarinnar en svo kemur að því að einhver bilun verði og ekki verði hægt að bjarga þeim lögum sem ég hef keypt á þennan hátt. Í raun er ég búinn að greiða fyrir höfundarréttinn af þessum lögum og ætti því að geta sótt þau aftur án endurgjalds. Á sama hátt má gera ráð fyrir að ég eigi að geta skilað inn skemmdum geisladisk og fengið annan aftur og greitt einungis fyrir eitthvað lágt umsýslugjald.
Þetta á náttúrulega við um allt efni sem selt er á geisladiskum svo sem tónlist, bækur, leiki o.fl. þess háttar. Þeir einu sem hafa staðið sig í þessu eru hugbúnaðarframleiðendur en þar hefur verið hægt að fá hugbúnaðinn aftur án mikils aukakostnaðar ef frumdiskurinn skemmist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 15:49
Og hvað segja bændur nú!!!
Jæja þá er komið að því að sjá hvernig Samfylkingin bregst við. Ætla þeir að standa við stóru orðin eða koma þeir til með að svíkja loforðin. Umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra sáu til þess að þeir þyrftu ekki að taka á þessu máli með því að gefa út yfirlýsingar út og suður um sína skoðun.
Ég tel að Samfylkingin komi til með að hleypa þessu í gegn, annað hvort með vísun í einhver formsatriði eða með því að setja málið í hendur sveitarstjórna á svæðinu. Hvernig sem þeir fara að þá verður ljóst að stóru orðin frá síðasta kjörtímabili og í kosningabaráttunni voru ekkert nema ósannindi sögð til að lokka til sín þá sem voru á móti virkjunum.
![]() |
Þjórsárvirkjanir hafa forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 13:09
Hvað sem það kostar!!!
Þorgerður Katrín segir að það skipti máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík. Eina sem hún á eftir að segja er Hvað sem það kostar. Sjálfstæðismenn eru búnir að eyða milljarði í borgarstjórastól Vilhjálms nú þegar og enginn veit hvað eftir á að kosta miklu til.
Í orði er Ólafur F. borgarstjóri en eins og sést hefur þá eru það Sjálfstæðismenn sem stjórna öllu. Borgarstjóri fær ekki að fara á fund borgarstjóra norðurlanda heldur er það Vilhjálmur sem fer. Borgarstjóri talar ekki við fjölmiðla heldur Gísli Marteinn. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki nein ítök í nefndum. Gísli Marteinn segir að flugvöllurinn verði fluttur. Það er augljóst að Ólafur F. er áhrifalaus og valdlaus borgarstjóri.
Það er gaman að fylgjast með upphlaupi Sjálfstæðismanna vegna ólátanna sem urðu á pöllum borgarstjórnar við valdaránið. Þeir töluðu um að menn hafi verið með skrílslæti. Greinilega eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma þegar Hanna Birna stóð grátandi í ræðustól borgarstjórnar og sagði að hún saknaði Björns Inga ekkert, og Sjálfstæðismenn komu upp einn af öðrum til að hella úr skálum reiði sinnar vegna meirihlutaskiptanna þá.
Já það er auðséð að minnisleysi hrjáir alla Sjálfstæðismenn ekki bara Gamla Gleymna Villa.
![]() |
Fundað í Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar